Náttúruverndarnefnd

7762. fundur 21. september 2006
74. fundur
21.09.2006 kl. 15:00 - 16:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hjalti Jón Sveinsson formaður
Linda María Ásgeirsdóttir
Erla Þrándardóttir
Jón Ingi Cæsarsson
Jón Kristófer Arnarson
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


1 Sorphirða - stefnumótun og lausnir
2006030005
Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri IMG á Akureyri kynnti niðurstöður viðhorfskönnunar um sorphirðumál á Akureyri.



2 Samþykktir fyrir fastanefndir 2006
2006090040
Breyta þarf samþykktum fyrir fastanefndir í samræmi við samstarfssamning meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn 2006-2010.
Náttúruverndarnefnd samþykkir samþykktina.


3 Fjárhagsáætlun 2007 - tækni- og umhverfissvið
2006080079
Fjárhagsáætlun náttúruverndarnefndar (umhverfisnefndar).
Náttúruverndarnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina.


4 Staðardagskrá 21 - Hrísey
2006090056
Fyrirkomulag vinnu við Staðardagskrá 21 fyrir Hrísey.
Nefndin samþykkir að velja Lindu Maríu Ásgeirsdóttur sem tengilið umhverfisnefndar sem mun halda utan um vinnu nefndarinnar við Staðardagskrá 21 fyrir Hrísey. Einnig samþykkir nefndin að boða til borgarafundar í byrjun nóvember nk.


5 Norræn ráðstefna um sjálfbæra samfélagsþróun
2006070046
Umræður um norræna ráðstefnu um sjálfbæra samfélagsþróun sem haldin verður í Osló dagana 26.- 27. október 2006.


6 Glerá - krikjugarður - uppgröftur
2006080007
Farið yfir stöðu mála.
Náttúruverndarnefnd fagnar því að búið er að ganga til samninga við Adólf Friðriksson um framkvæmd verksins.


7 Lónsá - mengandi efni
2006090057
Losun mengandi efna úr sláturhúsi B. Jensen í Hörgárbyggð.
Náttúruverndarnefnd telur brýnt að brugðist verði við vandamálinu sem fyrst.



Fleira ekki gert.
Fundi slitið.