Náttúruverndarnefnd

7633. fundur 17. ágúst 2006
Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
73. fundur
17.08.2006 kl. 15:00 - 17:08
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hjalti Jón Sveinsson formaður
Erla Þrándardóttir
Jón Ingi Cæsarsson
Jón Kristófer Arnarsson
Linda María Ásgeirsdóttir
Pétur Bolli Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


1 Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar - ársskýrsla 2005
2006010059
Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar, fundargerð.
Náttúruverndarnefnd Akureyrabæjar gerir alvarlega athugasemd við leyfisveitingar Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar vegna sinubruna. Nefndin leitar eftir rökstuðningi til upplýsinga fyrir nefndarmenn.


2 Starfsáætlun náttúruverndarnefndar
2005090053
Farið yfir starfsáætlun Náttúruverndarnefndar 2006.


3 Norræn ráðstefna um sjálfbæra samfélagsþróun
2006070046
Boð á norræna ráðstefnu um sjálfbæra samfélagsþróun sem haldin verður í Oslo dagana
26. - 27. október 2006.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.


4 Umhverfisstofnun - samnorrænt verkefni
2006070047
Kynning á verkefni sem Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í.
Náttúruverndarnefnd fagnar því að vera boðin þátttaka í verkefninu og samþykkir að taka þátt í því.


5 Óshólmar Eyjafjarðarár - deiliskipulag(SN010008)
2004030150
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir stöðu verksins.
Lagðar voru fram tillögur af svörum við athugasemdum frá Ráðgjafarfyrirtækinu Alta ásamt minnisblöðum þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á greinargerð og uppdráttum. Náttúruverndarnefnd skipar Jón Inga Cæsarsson í óshólmanefnd Eyjafjarðarár sem mun vinna áfram að málinu.


6 Skógarkerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu
2006080025
Umræður um þær plöntur sem taldar eru óæskilegar og aðgerðir gegn þeim.
Náttúruverndarnefnd lýsir áhyggjum yfir útbreiðslu óæskilegra plantna í bæjarlandinu og óskar eftir því við framkvæmdaráð að gerð verði aðgerðaráætlun til að hefta frekari útbreiðslu. Nefndinn ákveður að leitað verði til sérfræðinga um að rannsaka þróun gróðurfars í Hrísey.


7 Staðardagskrá 21 - eftirfylgni
2006080026
Farið yfir stöðu verkefnisins.8 Önnur mál
Óskað er eftir að gögn séu send rafrænt ef kostur er.
Fundi slitið.