Náttúruverndarnefnd

7052. fundur 16. mars 2006
68. fundur
16.03.2006 kl. 15:00 - 16:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva B. Sverrisdóttir
Sveinn Heiðar Jónsson
Þórey Ketilsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


1 Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri - endurskoðun
2005010108
Afgreiðsla athugasemda sem borist hafa.
Tekin fyrir bókun skólanefndar frá 27. febrúar sl.
Skólanefnd leggur til að verkefni nr. LÍ502253-1 verði fellt út og að fastar verði kveðið að orði í verkefni nr. FR504133-1.
Verkefni LÍ502253.
Bent er á að í verkefninu er aðeins talað um að "settar séu viðmiðanir um að lífrænt ræktuð matvæli séu ávallt á boðstólnum í skólum sem bærinn rekur.'' Í þessu felst að skóladeild (og bæjaryfirvöld) setji sér markmið eða viðmið um að lífræn matvæli verði hluti af þeirri fæðu sem skólabörnum sé boðið upp á. Þetta hljóti að vera eðlilegt framtíðarmarkmið og verkefni í nútímasamfélagi þar sem aukin áhersla er á heilbrigt líferni og hollt fæði. Það er merkingarlaust að tala um þessa hluti ef við erum ekki tilbúin til að stíga fyrsta skrefið í þessum efnum.
Náttúruverndarnefnd hafnar því hugmyndum skólanefndar um að taka verkefnið út.
Verkefni FR504133-1.
Náttúruverndarnefnd fagnar hins vegar hugmyndum skólanefndar um að kveða fastar að orði í verkefninu. Verkefnið mun hljóða þannig: Allir skólar á vegum Akureyrarbæjar verði þátttakendur í grænfána verkefninu. Lokið fyrir 1. desember 2007.


2 Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 - endurskoðun 2005-2018 (SN020030)
2005110030
Athugasemdir við Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018.
Náttúruverndarnefnd beinir því til umhverfisdeildar að ,,Klettaborgir og aðrar sérstakar jarðmyndanir í bæjarlandinu njóti sérstakrar verndar,, og gerir athugasemd við að gert sé ráð fyrir íbúðabyggð við núverandi móttökustöð fyrir sorp. Nefndin telur að til að hægt sé að ná framtíðarmarkmiðum í flokkun og endurnýtingu þurfi að gera ráð fyrir stækkun núverandi móttökusvæðis í framtíðinni og að þar verði áfram aðalmóttökustöð fyrir sorp. Einnig bendir nefndin á að í aðalskipulaginu þarf að gera ráð fyrir 2-3 minni móttökustöðvum annars staðar í bænum t.d. í Krossaneshaga og á hafnarsvæði.


3 Óshólmar Eyjafjarðarár - deiliskipulag (SN010008)
2004030150
Umræður um stöðu verkefnis.
Náttúruverndarnefnd telur að óeðlilega langur tími sé liðinn frá því að athugasemdum sem bárust vegna skipulagsins sé svarað og óskar eftir að málinu verði lokið sem allra fyrst.


4 Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum - 2006
2006010026
Niðurstaða umsóknar um styrk frá Ferðamálaráði.5 Önnur mál
Lögð fram lokatillaga að skilti af Glerárdal.
Samþykkt.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.