Náttúruverndarnefnd

6328. fundur 18. ágúst 2005
60. fundur
18.08.2005 kl. 15:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur 4. hæð Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva B. Sverrisdóttir
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Pétur Bolli Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Hrísey - sjálfbært samfélag
2004080049
Á fundinum var lögð fram fundargerð verkefnishóps um sjálfbært samfélag í Hrísey, dags.
16. ágúst 2005.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að óskað verði eftir því við stýrihóp Staðardagskrár 21 á Íslandi að hann beiti sér fyrir því að verkefnið um sjálfbært samfélag í Hrísey verði áfram hluti af samningi um Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum eða framhald þess tryggt með öðrum hætti.


2 Krossaneshagi - tengibrautir
2005080050
Umhverfisráð hefur lagt til að Síðubraut frá Óðinsnesi að Krossanesbraut verði felld úr aðalskipulagi.
Náttúruverndanefnd styður bókun umhverfisráðs frá 13. júní 2005 um styttingu Síðubrautar og óskar eftir að tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem gera ráð fyrir að Óðinsnes verði tengibraut berist nefndinni til umsagnar.


3 Jarðfræðileg fjölbreytni í bæjarlandinu
2004090058
Lögð fram drög að lýsingu á verkefni sem heitir "Jarðfræðileg fjölbreytni á Akureyri", sbr. bókun náttúruverndarnefndar 16. september 2004.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að leitað verði eftir samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið "Jarðfræðileg fjölbreytni á Akureyri". Komi til gerðar samnings um málið skulu drög að honum lögð fyrir nefndina til staðfestingar.


4 Kynnisferð erlendis
2005080051
Lagt fram afrit af tölvupósti frá Stefáni Gíslasyni frá 13. júlí sl. um kynnisferðir Staðardagskrárfólks erlendis undanfarin ár. Þá var lögð fram hugmynd um kynnisferð til Englands í næsta mánuði.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að skipulögð verði kynnisferð til Englands, með áherslu á rekstur friðlýstra svæða og uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Nefndin samþykkir að veita þátttakendum styrk til ferðarinnar sem nemi samtals að hámarki 350.000 kr.


5 Glerárvirkjun - endurreisn
2004040047
Umræður urðu um frágang á umhverfi endurreistrar Glerárvirkjunar.
Náttúruverndarnefnd telur að endurbyggingu Glerárvirkjunar sé ekki lokið fyrr en upphafleg aðkoma að virkjunni sé endurbyggð sem gönguleið og hvetur hlutaðeigendur til að tryggja að það verði gert sem fyrst, sbr. bókun nefndarinnar frá 19. ágúst 2004 um málið.Fundi slitið.