Náttúruverndarnefnd

6183. fundur 09. júní 2005
59. fundur
09.06.2005 kl. 15:00 - 17:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Kynnisferð
2005050074
Lögð fram greinargerð um kynnisferð nefndarinnar um neðsta hluta Glerárdals, sem farin var
19. maí 2005.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að greinargerð um kynnisferð nefndarinnar 19. maí 2005 verði send framkvæmdaráði með ósk um að gerðar verði ráðstafanir til úrbóta þar sem þess er þörf skv. greinargerðinni. Vegna svæðis Skotfélags Akureyrar ítrekar nefndin bókun sína frá 16. september 2004 og leggur ríka áherslu á að hið allra fyrsta verði lokið gerð deiliskipulags fyrir svæði Skotfélagsins og næsta nágrenni þess, þar sem þess verði m.a. gætt að öryggi vegfarenda á svæðinu verði tryggt gagnvart skotæfingum.


2 Sjálfbært samfélag í Hrísey - fundargerð
2004080049
Lögð fram fundargerð verkefnishóps um sjálfbært samfélag í Hrísey dags. 7. júní 2005. Þá var gerð grein fyrir stöðu fjámála verkefnisins um sjálfbært samfélag í Hrísey, afhendingu Grænfánans til grunnskólans, stofnun Markaðsráðs Hríseyjar og undirritun viljayfirlýsingar um samstarf um fjölnýtingu jarðhitans í Hrísey.


3 Sinubrunar
2005060034
Lögð fram gögn um sinubrennur á Akureyri og nágrenni.
Náttúruverndarnefnd Akureyrar tekur eindregið undir samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá 27. apríl 2004 um að sinubrennur séu ekki ásættanlegar og styður bókun heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. apríl 2004 um sama mál.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að því verði beint til Umhverfisráðuneytisins og Alþingis að lögum nr. 61/1992 verði breytt þannig að leyfisveitingar vegna sinubruna verði í höndum heilbrigðisnefnda og að þar verði kveðið á um mjög ströng skilyrði þess að slíkir brunar séu leyfðir.


4 Loftgæðamælingar
2004110071
Kristín Sigfúsdóttir og Sóley Jónasdóttir komu á fundinn og gerðu grein fyrir meistaraprófsritgerð sinni í umhverfisfræðum, sem fjallar um umhverfisvísa fyrir Akureyri. Þar koma m.a. fram helstu niðurstöður mælinga á svifryki og nituroxíðum, sem fram fóru á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar janúar-apríl 2005.


5 Krossanesborgir - samþykkt SUNN
2005050103
Lögð fram samþykkt SUNN um stofnun fólkvangs í Krossanesborgum.
Náttúruverndarnefnd tekur undir ályktun SUNN dags. 25. maí 2005 um málefni Krossanesborga. Nefndin beinir því til framkvæmdaráðs að ráðinn verði landvörður fyrir verndarsvæði bæjarins í samstarfi við Umhverfisstofnun, þannig að starfshættir verði í samræmi við landvörslu annarra friðlýstra svæða á landinu.


6 Staða fjárhagsáætlunar
2005060035
Lagt fram yfirlit yfir stöðu þeirra liða fjárhagsáætlunar ársins 2005 sem náttúruverndarnefnd hefur með að gera.
Fundi slitið.