Náttúruverndarnefnd

6119. fundur 19. maí 2005
58. fundur
19.05.2005 kl. 15:00 - 17:30


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Sigrún Skarphéðinsdóttir
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Kynnisferð
2005050074
Farin var kynnisferð um neðsta hluta Glerárdals. Helstu viðkomustaðir voru efnistökusvæði norðan Glerár, svæði Skotfélagsins, urðunarstaður úrgangs, jarðgerðarstöð og útsýnisstaður á Fálkafellsvegi. Gengið var frá Skotfélagssvæðinu um göngubrú á Glerá að bílastæði við skilarétt.
Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra að semja greinargerð um kynnisferðina. Greinargerðin verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.Fundi slitið.