Náttúruverndarnefnd

6003. fundur 14. apríl 2005
57. fundur
14.04.2005 kl. 15:00 - 16:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Þórey Ketilsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri
2005010108
Lögð voru fram frumdrög að endurskoðaðri Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.
Einnig lagt fram erindi frá jafnréttisráðgjafa bæjarins þar óskað er eftir að gerð verði tilraun til að horfa skipulega til kynja- og jafnréttissjónarmiða við endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.
Samþykkt var erindi jafnréttisráðgjafa um tilraun til að horfa sérstaklega til kynja- og jafnréttissjónarmiða við yfirstandandi endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.


2 Ólafsvíkuryfirlýsingin
2005030118
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. mars 2005 þar sem beðið er um upplýsingar um hvernig hafi gengið að fylgja Ólafsvíkuryfirlýsingunni frá 2000 eftir. Lagt fram uppkast að svari við bréfinu.
Náttúruverndarnefnd er sammála framlögðum drögum að svari við bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. mars 2005.


3 Langtímaeftirlit með afrennsli af vatnasviði Glerár
2005040037
Lagt var fram minnisblað frá Hrefnu Kristmannsdóttur og Gunnari Orra Gröndal hjá Háskólanum á Akureyri, dags. 9. mars 2005, um þörf á langtímaeftirliti með afrennsli af vatnasviði Glerár.
Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að sett verði á laggirnar varanleg mælistöð fyrir langtímaeftirlit með afrennsli af vatnasviði Glerár vegna beinna hagsmuna bæjarfélagsins og vegna mikilvægis fyrir rannsóknir á náttúrufari norðurhjarans. Nefndin leggur til við bæjarráð að Akureyrarbær gerist aðili að samkomulagi um rekstur og fjármögnun mælistöðvarinnar.


4 Ráðstefna um Staðardagskrá 21
2005030106
Erindi dags. 15. mars 2005 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 í Kópavogi föstudaginn 29. apríl 2005. Drög að dagskrá ráðstefnunnar voru lögð fram á fundinum.
Samþykkt að formaður nefndarinnar og verkefnastjóri Staðardagskrár 21 sæki ráðstefnuna.


5 "Dagur umhverfisins" 2005
2005010109
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 23. mars 2005 um "Dag umhverfisins" 2005, sem er 25. apríl. Þar er mælst til þess að dagurinn verði tileinkaður þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Lögð voru fram drög að dagskrá dagsins.
Samþykkt voru framlögð drög að dagskrá "Dags umhverfisins" 2005 á Akureyri, að gerðum nokkrum lagfæringum á þeim.


6 Verkefnishópur um "Sjálfbært samfélag í Hrísey" - fundargerð
2004080049
Lögð var fram fundargerð verkefnishóps um verkefnið "Sjálfbært samfélag í Hrísey" dags. 6. apríl 2005.
Kynnt.Fundi slitið.