Náttúruverndarnefnd

5935. fundur 17. mars 2005
56. fundur
17.03.2005 kl. 15:00 - 17:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2004050085
Lögð fram drög að endurskoðaðri fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Óskað umsagnar nefndarinnar.
Náttúruverndarnefnd fagnar því að sjálfbær þróun er meðal meginforsendnanna í drögum að fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Nefndin leggur til að drögin verði samþykkt.


2 Sorphirðugjald - stefnumótun og lausnir
2003100034
Kynnt var skýrsla Línuhönnunar ehf. sem gerð var fyrir framkvæmdaráð að frumkvæði náttúruverndarnefndar um málið, sbr. fundargerð 16. október 2003.
Náttúruverndarnefnd telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að hefjast handa við undirbúning þess að koma í verk þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslu Línuhönnunar um stefnu og lausnir í sorphirðumálum. Nefndin telur sérstaklega mikilvægt að sem fyrst verði tekið upp breytilegt sorphirðugjald eftir magni úrgangs, sbr. bókun nefndarinnar 16. október 2003. Þá bendir nefndin á þá almennu kröfu bæjarbúa að meðhöndlun úrgangs á urðunarstað og annars staðar eigi að vera til fyrirmyndar og telur að samstaða sé um eðlilega gjaldtöku til að mæta þeirri kröfu.


3 Krossanesborgir - framkvæmdir
2005030119
Lagðir fram uppdrættir sem sýna hönnun á aðkomu og bílastæði í fólkvanginum í Krossanesborgum.
Lagt fram til kynningar.


4 Dagur umhverfisins 2005
2005010109
Kynnt drög að dagskrá Dags umhverfisins þann 25. apríl nk.
Náttúruverndarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög til áframhaldandi vinnslu.


5 Verkefnishópur um sjálfbært samfélag í Hrísey - fundargerð
2004080049
Lögð fram fundargerð verkefnishóps um verkefnið sjálfbært samfélag í Hrísey frá 22. febrúar 2005. Í fundargerðinni kemur fram að gerð hefur verið áætlun um verkefnið fyrir árið 2005. Áætlunin hefur verið send til afgreiðslu hjá stýrihópi um Staðardagskrá 21 á Íslandi sem hefur yfirumsjón með verkefninu.
Fundi slitið.