Náttúruverndarnefnd

5787. fundur 17. febrúar 2005
55. fundur
17.02.2005 kl. 15:00 - 16:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Þórey Ketilsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason


1 Staðardagskrár 21 - endurskoðun fyrir Akureyri
2005010108
Á fundinn kom Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og flutti erindi um sjálfbæra þróun og Staðardagskrá 21. Ennfremur voru lögð fram vinnugögn vegna yfirstandandi endurskoðunar á Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.2 Staðardagskrá 21 - ráðgjöf
2005020033
Erindi dags. 3. febrúar 2005 frá Stefáni Gíslasyni þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði samkvæmt gildandi samningi um Staðardagskrá 21.3 The International Awards for Liveable Communities
2005020094
Borist hefur kynning á umhverfisverðlaunum "The International Awards for Liveable Communities". Að þessu sinni mun lokahluti samkeppninnar um verðlaunin fara fram í borginni La Coruna á Spáni í byrjun nóvember nk.4 Matsskylda Síðubrautar frá Hörgárbraut til norðurs
2005010092
Lagt fram afrit af bréfi Skipulagsstofnunar ásamt fylgigögnum, dags. 30. janúar 2005, þar sem m.a. er leitað álits Akureyrarbæjar á matsskyldu framkvæmda við Síðubraut til norðurs, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum. Á fundinn kom Jónas Vigfússon deildarstjóri framkvæmdadeildar og lýsti væntanlegri framkvæmd.
Náttúruverndarnefnd telur ekki tilefni til að sá hluti Síðubrautar norðan Hörgárbrautar sem erindið fjallar um verði háð mati á umhverfisáhrifum, þar sem um er að ræða stutta götu og að á þeirri leið eru ekki um að ræða umhverfisþætti sem þarfnast meiri athygli en almennt gerist. Á hinn bóginn vill náttúruverndarnefnd taka fram að framkvæmdir við framhald Síðubrautar til norðurs, allt til Krossanesbrautar, ættu að hennar mati að vera háð mati á umhverfisáhrifum, skv. lögum þar um. Nefndin telur að matið sé óhjákvæmilegt vegna nálægðar götunnar við viðkvæmt votlendi sem hefur verið friðlýst skv. lögum um náttúruvernd, m.a. vegna líffræðilegrar fjölbreytni svæðisins. Nefndin leggur sérstaka áherslu á að við þær framkvæmdir verði gerðar ráðstafanir til að ekki raskist grunnvatnsborð í Krossanesborgum, fyrst og fremst í kringum Hundatjörn.

Fundi slitið.