Náttúruverndarnefnd

5693. fundur 20. janúar 2005
54. fundur
20.01.2005 kl. 15:00 - 16:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Um tengsl sjálfbærrar þróunar, jafnréttis kynjanna og fjölskyldustefnu
2005010106
Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi kom á fundinn og ræddi um tengsl sjálfbærrar þróunar, jafnréttis kynjanna og fjölskyldustefnu. Hún benti m.a. á að farsæl þróun félagsmála og umhverfismála er háð því að samþætt sé áhersla á auðlindir, framleiðslu, heilbrigði og menntun, réttindi kvenna, virkt hlutverk ungs fólks og frumbyggja og aukið íbúalýðræði.2 Fjárhagsáætlun náttúruverndarnefndar 2005
2005010107
Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2005 fyrir gjaldliðinn 09-320.
Lagt fram til kynningar.


3 Staða framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri
2000030023
Lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri miðað við nýliðin áramót. Þar kom m.a. fram að af 56 verkum áætlunarinnar höfðu 40 fengið a.m.k. einhverja afgreiðslu.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því við framkvæmdadeild og umhverfisdeild að unnin verði 8 verk í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri, sem tilgreind eru á minnisblaði sem lagt var fram á fundinum.


4 Endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri
2005010108
Lagt fram minnisblað um endurskoðun 1. útgáfu Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri, sem afgreidd var af bæjarstjórn þann 24. apríl 2001.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að fela þriggja manna vinnuhópi að endurskoða gildandi Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. Vinnuhópinn skipi Ingimar Eydal, Þórey Ketilsdóttir og verkefnastjóri Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Stefnt skal að því að vinnuhópurinn ljúki störfum eigi síðar en 1. júní 2005.


5 Dagur umhverfisins 2005
2005010109
Lagt fram minnisblað um "Dagur umhverfisins", sem að venju verður 25. apríl nk.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að unnið verði að undirbúningi "Dags umhverfisins" í samræmi við umræður á fundinum.Fundi slitið.