Náttúruverndarnefnd

5612. fundur 16. desember 2004
53. fundur
16.12.2004 kl. 15:00 - 16:15
Fundarherbergi í Kaffi Karólínu, Kaupvangsstræti 23


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Þórey Ketilsdóttir
Margrét Þorsteinsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2004050085
Með tölvubréfi dags. 18. október 2004 spyrst starfshópur um endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar fyrir um hvort setja þurfi nýja áfanga, breyttar áherslur eða gera tillögur að nýjum verkefnum í stefnunni.
Náttúruverndarnefnd beinir því til jafnréttis- og fjölskyldunefndar að tekin verði upp í meginforsendum fjölskyldustefnu stefna Akureyrarbæjar um sjálfbært samfélag, sbr. Ólafsvíkuryfirlýsinguna og Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. Sjálfbær þróun bæjarins er forsenda viðunandi lífsskilyrða komandi kynslóða bæjarbúa. Þá beinir náttúruverndarnefnd því til jafnréttis- og fjölskyldunefndar að í fjölskyldustefnunni komi fram að það hefur mikið uppeldislegt gildi að aðgengi sé gott að verndarsvæðum bæjarins.


2 Staðardagskrá 21 á Norðurheimskautssvæðinu
2004120026
Lagt fram bréf dags. 3. desember 2004 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sagt er frá sérstöku verkefni um Staðardagskrá 21 á Norðurheimskautssvæðinu, sem Ísafjarðarbær, Sisimiut á Grænlandi og Longyearbyen á Svalbarða tóku þátt í. Ítarleg skýrsla um verkefnið fylgdi bréfinu.3 Umhverfisþing ungmenna 2005
2004110001
Greint frá undirbúningi fyrir umhverfisþing ungmenna, "Youth Eco Forum", sem haldið verður á Akureyri á vegum Northern Forum samtakanna í ágúst 2005. Samskonar umhverfisþing var haldið í Sapporo í Japan sumarið 2004.4 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Lögð fram tillaga umhverfisráðuneytisins, sem barst í tölvubréfi 15. desember 2004 um breytt orðalag á markmiðslýsingu í auglýsingu um friðlýsingu Krossanesborga, þannig að markmiðið falli betur en ella að skilgreiningunni "fólkvangur".
Náttúruverndanrefnd felst á tillögu umhverfisráðuneytisins að breyttu orðalagi markmiðslýsingarinnar í auglýsingu um friðlýsingu Krossanesborga. Jafnframt felur nefndin verkefnastjóra að kanna möguleika á að gerðar verði breytingar á þeim atriðum í auglýsingunni sem varða aðild Umhverfisstofnunar að reglum hins friðlýsta svæðis.Fundi slitið.