Náttúruverndarnefnd

5519. fundur 18. nóvember 2004
52. fundur
18.11.2004 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Auglýsingar meðfram vegum utan þéttbýlis
2004110054
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 1. nóvember 2004 þar sem óskað er eftir samstarfi við náttúruverndarnefndir um upplýsingar um auglýsingar meðfram vegum utan þéttbýlis, sbr. 43. grein laga nr. 44/1999.2 Grænar lykiltölur
2004110070
Lagt fram minnisblað um vinnu að skilgreiningu sjálfbærnivísa, sem starfshópur á vegum landsskrifstofu Staðardagskrár 21 hefur unnið að. Í starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2004 er kveðið á um skilgreiningu grænna lykiltalna fyrir Akureyri.3 Mælingar á loftgæðum
2004110071
Í framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri er gert ráð fyrir verki sem nefnist "Mat á loftmengun". Rætt um möguleika á að koma því í framkvæmd.
Náttúruverndarnefnd heimilar að kannaðir verði möguleikar á samstarfi við Reykjavíkurborg, Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar og fleiri aðila, eftir atvikum, um tilraunaverkefni við að mæla loftgæði á Akureyri.


4 Útivistarsvæði - bæklingur
2004110072
Lögð fram hugmynd að fræðslubæklingi um útivistarsvæði á Akureyri, sbr. ákvæði í starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2004. Markmið slíks bæklings yrði að hvetja bæjarbúa að njóta útivistarmöguleika bæjarins.
Náttúruverndarnefnd heimilar að unnið verði áfram að framlagðri hugmynd að fræðslubæklingi um útivistarsvæði bæjarins.Fundi slitið.