Náttúruverndarnefnd

5425. fundur 21. október 2004
51. fundur
21.10.2004 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva B. Sverrisdóttir
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Starfsáætlun náttúruverndarnefndar 2005
2004060015
Lögð fram lokadrög að starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2005.
Náttúruverndarnefnd samþykkir framlögð lokadrög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2005.


2 Framkvæmdir á verndarsvæðum
2004090001
Verkefnastjóri umhverfismála á framkvæmdadeild gerði grein fyrir áætlunum um framkvæmdir á verndarsvæðum bæjarins og víðar á árinu 2005 og sagði frá drögum að 3ja ára áætlun um sama efni.3 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í óshólmum Eyjafjarðarár og tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðis
2004090098
Lagt fram bréf verkefnastjóra skipulagsmála dags. 15. október 2004 þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingum á mörkum verndarsvæðis í óshólmum Eyjafjarðaár við Akureyrarflugvöll. Gert er ráð fyrir að verndarsvæðið minnki um u.þ.b. 75 ha.
Náttúruverndarnefnd leggst ekki gegn framkominni tillögu að breytingu á mörkum verndarsvæðis óshólma Eyjafjarðarár. Nefndinni er kunnugt um að tillaga að deiliskipulagi óshólmanna gerir ráð fyrir þeirri breytingu á aðalskipulagi sem gerð er tillaga um.


4 Hrísey - sjálfbært samfélag - fundargerðir verkefnishóps
2004080049
Lagðar fram fundargerðir verkefnishóps um sjálfbært samfélag í Hrísey frá 22. september og
6. október sl. Í síðari fundargerðinni er sérstaklega greint frá verkefninu um fjölnýtingu jarðvarma og um merkingar útivistarsvæða. Þar kemur líka fram að kynningarfundir um verkefnið verða haldnir í Hrísey fimmtudaginn 28. október nk.
Náttúruverndarnefnd telur að verkefnið um sjálfbært samfélag í Hrísey verðskuldi mikla athygli og bendir sérstaklega á að mikilvægt er að samningar takist um fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um fjölnýtingu jarðvarmans í Hrísey.
Nefndin felur formanni að kynna verkefnið um sjálfbært samfélag í Hrísey fyrir bæjarráði.5 Starfshópur um útivist - fundargerð
2004050043
Lögð fram fundargerð dags. 27. október 2004 frá starfshópi um útivist. Í fundargerðinni er gerð grein fyrir fundi sem haldinn var með fulltrúa skotfélagsins og yfirlögregluþjóni um öryggi göngufólks sem leið á um vestanverðan Glerárdal og einnig greint frá því að starfshópurinnn hafi á fundinum lagt lokahönd á útgáfu gönguleiðakorts fyrir bæinn.
Náttúruverndarnefnd lýsir ánægju sinni með vinnu starfshópsins að gerð gönguleiðakorts fyrir bæinn.Fundi slitið.