Náttúruverndarnefnd

5305. fundur 16. september 2004
50. fundur
16.09.2004 kl. 15:00 - 16:50
Bæjarstjórnarsalur 4. hæð Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Mínerva B. Sverrisdóttir
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Jarðfræðileg fjölbreytni í bæjarlandinu
2004090058
Á starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2004 er kveðið á um að lögð skuli drög að athugun á jarðfræðilegri fjölbreytni bæjarlandsins. Á fundinn kom Halldór G. Pétursson jarðfræðingur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjórum umhverfismála og Staðardagskrár 21 að gera drög að lýsingu á verkefni sem beri nafnið "Jarðfræðileg fjölbreytni á Akureyri".


2 Hrísey - sjálfbært samfélag
2004080049
Lögð fram skýrslan "Staðardagskrá 21 fyrir Hrísey - Með framsýni og fyrirhyggju" svo og afrit af samkomulagi um sameiginleg verkefni er tengjast innleiðingu Staðardagskrár 21 og sjálfbærri byggðaþróun í fámennum sveitarfélögum. Skv. samkomulaginu er sérstökum fjármunum varið til þróunarverkefnis um sjálfbært samfélag í Hrísey.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að setja á fót fimm manna verkefnishóp sem hafi umsjón með verkefninu "Sjálfbært samfélag í Hrísey". Náttúruverndarnefnd skipar formann náttúruverndarnefndar og verkefnastjóra Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri í hópinn og óskar jafnframt eftir því að samráðsnefnd Hríseyjar tilnefni þrjá fulltrúa í hópinn. Hlutverk hópsins er að gera tillögur að forgangsverkum og að hafa frumkvæði að hugsanlegum öðrum verkum sem falla að verkefninu.


3 Starfshópur um útivist, fundargerð
2004050043
Lögð fram fundargerð starfshóps um útivist frá 6. september 2004. Þar kemur fram að starfshópurinn vinnur að gerð gönguleiðakorts fyrir Akureyri. Þá ítrekaði starfshópurinn fyrri samþykkt sína um að óviðunandi aðstæður séu fyrir útivistarfólk á leið um Glerárdal vegna skotæfingasvæðisins norðan Glerár.
Náttúruverndarnefnd tekur undir bókun starfshóps um útivist varðandi óviðunandi aðstæður fyrir útivistarfólk á Glerárdal vegna skotæfingasvæðisins. Náttúruverndarnefnd beinir því til rekstraraðila skotsvæðisins og viðkomandi yfirvalda að nú þegar verði gerðar fullnægjandi ráðstafanir á svæðinu til að tryggja öryggi þeirra sem leið eiga um Glerárdal.


4 Staðardagskrárráðstefnan 2004
2004020094
Lögð fram drög að dagskrá ársfundar náttúruverndarnefnda og náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar og drög að dagskrá 7. landsráðstefnunnar um Staðardagskrá 21. Ráðstefnurnar verða 8. og 9. október nk. Þær átti að halda síðastliðinn vetur en fresta varð þeim báðum vegna veðurs.
Lagt fram til kynningar.


Fundi slitið.