Náttúruverndarnefnd

5190. fundur 19. ágúst 2004
Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
48. fundur
19.08.2004 kl. 15:00 - 16:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Jóhannes Árnason
Þórey Ketilsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Glerárvirkjun - endurreisn
2004040047
Lagt fram bréf verkefnastjóra skipulagsmála dags. 15. júlí 2004 ásamt uppdrátturm og greinargerð um tillögur að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna hugmynda um endurreisn Glerárvirkjunar sem er á verndarsvæði skv. aðalskipulagi. Á fundi nefndarinnar 15. apríl 2004 var óskað eftir að þessi gögn yrðu send nefndinni til umsagnar.
Náttúruverndarnefnd leggst ekki gegn því að aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 verði breytt þannig að það heimili endurreisn Glerárvirkjunar sbr. framlagðar tillögur. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdum verði hagað þannig að ekkert viðbótarrask verði miðað við það sem varð vegna gömlu virkjunarinnar, þar sem framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis.
Náttúruverndarnefnd beinir því til framkvæmdaráðs að hugað verði að endurbótum á gömlu gönguleiðinni um gilið neðan virkjunar.2 Hrísey - sjálfbært samfélag
2004080049
Farið yfir stöðu á verkefninu "Hrísey - sjálfbært samfélag", sem hófst árið 2003. Með sameiningu Hríseyjarhrepps við Akureyrarkaupstað færðist verkefnið í umsjón náttúruverndarnefndar.


3 Starfsáætlun fyrir árið 2005
2004060015
Rætt um fyrirkomulag við gerð starfsáætlunar ársins 2005 fyrir náttúruverndarnefnd.


4 Norrænt málþing um Staðardagskrá 21
2004060047
Lagt fram bréf, dags. 29. júlí 2004 sem sent var frá Akureyrarbæ til allra sveitarfélaga í landinu um norrænt málþing um Staðardagskrá 21 sem haldið verður á Akureyri 10. september nk., sbr. upplýsingar sem lagðar voru fyrir á síðasta fundi náttúruverndarnefndar.
Samþykkt að formaður nefndarinnar sæki málþingið.

Fundi slitið.