Náttúruverndarnefnd

5006. fundur 13. maí 2004
46. fundur
13.05.2004 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Margrét Þorsteinsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Glerárdalur
2003060095
Lögð fram greinargerð starfshóps sem skipaður var skv. samþykkt bæjarráðs 3. júlí 2003 til að kanna hvernig best yrði staðið að verndun Glerárdals.
Náttúruverndarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti niðurstöður starfshóps um Glerárdal. Greinargerðin sendist bæjarráði, sbr. samþykkt þess frá 3. júlí 2003. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdir í anda þess skipulags, sem þar er lagt til, hefjist sem fyrst.


2 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Tekið fyrir að nýju í tilefni af ábendingu frá umhverfisráðuneytinu um að markmiðin um verndun líffræðilegrar fjölbreytni og votlendis í drögum um friðlýsingu eigi fremur við friðland en fólkvang.
Náttúruverndarnefnd felst á framkomna ábendingu frá umhverfisráðuneytinu um Krossanesborgir og leggur til við bæjarstjórn að 1. mgr. auglýsingar um Krossanesborgir orðist svo: "Bæjarstjórn Akureyrar er samþykk tillögu náttúruverndarnefndar Akureyrar og Umhverfisstofnunar um að lýsa hluta Krossanesborga friðland í samræmi við 53. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd" og að annars staðar í auglýsingunni komi "friðland" i stað "fólkvangur".


3 Starfshópur um útivist - fundargerð
2004050043
Lögð fram fundargerð starfshóps um útivist dags. 29. apríl 2004, sem er í tveimur liðum, um gönguleiðakort fyrir Akureyri og um að vegfarendur um vesturhluta Glerárdals geti verið í hættu þegar æfingar eru á skotsvæðinu. Starfshópurinn óskar eindregið eftir því að ráðstafanir verði gerðar til að vegfarendur á þessu svæði séu ekki í hættu vegna skotæfinga.
Náttúruverndarnefnd tekur undir samþykkt starfshópsins um ónógt öryggi vegfarenda á Glerárdal og væntir þess að sem fyrst verði gerðar þær ráðstafanir sem um getur í fundargerðinni.

Fundi slitið.