Náttúruverndarnefnd

4909. fundur 15. apríl 2004
45. fundur
15.04.2004 kl. 15:00 - 16:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Glerárvirkjun - endurreisn
2004040047
Lagt fram afrit af bréfi Norðurorku hf. til umhverfisráðs dags. 31. mars 2004 þar sem óskað er heimildar til að endurbyggja Glerárvirkjun í neðsta hluta Glerárgils.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir að skipulagstillögur sem varða þessa framkvæmd berist nefndinni til umsagnar þar sem Glerárgil er skilgreint sem verndunarsvæði í aðalskipulagi.


2 Dagur umhverfisins 2004
2004030121
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 24. mars 2004 um Dag umhverfisins 2004 og lögð fram að nýju drög að dagskrá hans á Akureyri, sbr. fund náttúruverndarnefndar 18. mars sl. Dagur umhverfisins er 25. apríl ár hvert.
Náttúruverndarnefnd samþykkir framlagða dagskrá fyrir Dag umhverfisins 2004 á Akureyri.


3 Glerá - mat á náttúrulegu og núverandi ástandi
2004030157
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 23. mars 2004 um mat á náttúrulegu og núverandi ástandi Glerár. Bréfinu fylgir skýrsla sem heitir "Flokkun vatna á Norðurlandi eystra: Eyjafjarðará, Glerá, Hörgá og Svarfaðardalsá". Í skýrslunni eru árnar flokkaðar í mengunarflokka í samræmi við reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Ennfremur eru þar gerðar tillögur um langtímamarkmið fyrir árnar og vöktun þeirra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.