Náttúruverndarnefnd

4830. fundur 18. mars 2004

44. fundur
18.03.2004 kl. 15:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð


1 Umhverfisvitinn
2003110050
Tekið fyrir að nýju erindi, dags. 11. nóvember 2003 frá Stefáni Gíslasyni, verkefnisstjóra Staðardagskrár Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir samstarfi um innleiðingu umhverfisvottunarkerfisins "Umhverfisvitinn", sem er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Málið var kynnt á kynningarfundi um umhverfisstjórn fyrirtækja þann 12. febrúar sl. og kom þar fram áhugi á þátttöku í verkefninu.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að veita allt að kr. 100.000 til innleiðingar "Umhverfisvitans" af liðnum 09-320. Nefndin væntir þess að þetta verkefni verði atvinnurekstri í bænum til framdráttar og hvetur fyrirtækin í bænum til að taka þátt í því til að styrkja stöðu sína á markaði til framtíðar.


2 Staðardagskrárráðstefnan á Ísafirði
2004020094
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. febrúar 2004 þar sem boðað er til ráðstefnunnar.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að nefndarmaður og verkefnastjóri sæki ráðstefnuna.


3 Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku - umsögn
2004030120
Lögð fram umsókn frá G. Hjálmarssyni hf. dags. 10. mars 2004 um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Glerárnámum. Óskað er umsagnar náttúruverndarnefndar um umsóknina, sbr. 47. gr. laga nr. 44/1999.
Náttúruverndarnefnd leggst ekki gegn því að lokið verði við að taka nothæft efni úr Glerárnámum, en leggur áherslu á að frágangur svæðisins verði vandaður og í fullu samræmi við 3. og 7. gr. samnings um námuréttindi í landi Glerár, dags. 23. desember 2003.


4 Dagur umhverfisins 2004
2004030121
Árlegur dagur umhverfisins að tilhlutan umhverfisráðuneytisins er 25. apríl.
Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra Staðardagskrár 21 að undirbúa dagskrá dags umhverfisins árið 2004.


5 Nýtt erindisbréf
2004010072
Lögð fram til kynningar ný samþykkt fyrir nátttúruverndarnefnd, sem tók gildi 17. febrúar 2004.6 Starfsáætlun 2004
2003090006
Farið yfir starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2004.


Fundi slitið.