Náttúruverndarnefnd

4631. fundur 22. janúar 2004

42. fundur
22.01.2004 kl. 15:00 - 16:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð

1 Ráðstefna í Álaborg 9.- 11. júní 2004
2004010129
Lagt fram bréf borgarstjóra Álaborgar dags. 3. desember 2003 þar sem boðið er til ráðstefnu, sem haldin er af ICLEI-samtökunum (alþjóðasamband sveitarfélaga um sjálfbæra þróun), í tilefni af 10 ára afmælis Álaborgarsáttmálans, sem er yfirlýsing evrópskra borga um vilja sinn og metnað til að vinna að framgangi sjálfbærrar þróunar.
Kynnt.


2 Atvinnulífið og umhverfismálin
2004010130
Lögð fram drög að inngangi og dagskrá kynningarfundar með yfirskriftina "Umhverfistjórnun fyrirtækja" um innleiðingu "Umhverfisvitans", sbr. samþykkt náttúruverndarnefndar 20. nóvember 2003 og um það nýjasta í umhverfismálum fyrirtækja.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að standa fyrir kynningarfundi með yfirskriftinni "Umhverfisstjórnun fyrirtækja" þann 12. febrúar nk. Með fundinum verður lokið verkunum "Fyrirtækin í Staðardagskrá 21" og "Umhverfisstjórnun" í framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Nefndin óskar eftir að umhverfisdeild annist undirbúning fundarins.


3 Ályktun SUNN um verndun Fnjóskár
2004010084
Lögð fram ályktun Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) um verndun Fnjóskár og útivist og byggð í Fnjóskadal. Í ályktuninni segir að hugmyndir um virkjun Fnjóskár í tengslum við veggöng undir Vaðlaheiði virðist líklegar til að minnka samstöðu um veggöng, ef þessi atriði verða spyrt saman.
Kynnt.


4 Ræktun ryðþolinna aspa
2004010131
Lagt fram bréf frá Mógilsá - rannsóknastöð skógræktar dags. 15. desember 2003 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við framhald verkefnis um ræktun ryðþolinna aspa sem hófst árið 2002, sbr. fundargerð náttúruverndarnefndar 21. febrúar 2002.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að veita 80 þús. kr. til þessa verkefnis. Nefndin óskar eftir að verkefnastjóri umhverfismála á framkvæmdadeild sjái um samskipti við bréfritara um framhald verkefnisins.


5 Krossanesborgir - framkvæmdir
2002030113
Greint frá því að sótt hafi verið um fjárframlag frá Ferðamálaráði til framkvæmda við bílastæði fólkvangsins í Krossanesborgum.

Fundi slitið.