Náttúruverndarnefnd

4691. fundur 19. febrúar 2004

43. fundur
19.02.2004 kl. 15:00 - 16:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð

1 Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004-2008
2004020023
Lagt fram bréf frá Alþingi dags. 5. febrúar 2004 þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004-2008.
Náttúruverndarnefnd bendir á að í umsögn sinni dags. 13. júní 2003 til Umhverfisstofnunar um drög að náttúruverndaráætlun færði hún rök fyrir því að Glerárgil og óshólmar Eyjafjaðarár ættu heima í áætluninni. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna.


2 Vistvernd í verki
2004010147
Lagt fram bréf dags. 22. janúar 2004 frá Landvernd þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um Vistvernd í verki.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að núgildandi samningur Akureyrarbæjar og Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki verði framlengdur um eitt ár.


3 Staðardagskrárráðstefnan 2004
2004020094
Á fundinum var greint frá því að 7. Staðardagskrárráðstefnan verður haldin á Ísafirði 26.- 27. mars 2004. Á henni verður rætt um byggðamál, ferðaþjónustu, náttúruvernd, norska vottunarkerfið Umhverfisvitann o.fl. Formlegt boð um ráðstefnuna mun berast síðar.
Lagt fram til kynningar.


4 Umsjónarnefnd óshólma Eyjafjarðarár - fundargerð dags. 9. febrúar 2004
2001020056
Fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár frá 9. febrúar 2004.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.