Náttúruverndarnefnd

4578. fundur 15. maí 2003

35. fundur
15.05.2003 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Mínerva B. Sverrisdóttir
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari

1 Hlíðarfjall - ræktun og stækkun skíðaleiða
2003050060
Lagt fram bréf dags. 8. maí 2003 frá Guðmundi Karli Jónssyni f.h. Hlíðarfjalls þar sem óskað er álits náttúruverndarnefndar á hugsanlegri ræktun lúpínu í Hlíðarfjalli svo og álits á ótilgreindum framkvæmdum vegna stækkunar og fjölgunar skíðaleiða á svæðinu.
Náttúruverndarnefnd telur að gott skíðasvæði og varðveisla merkilegra jökulminja geti auðveldlega farið saman í Hlíðarfjalli og raunar stutt hvort annað. Nefndin leggst ekki gegn ræktun lúpínu á svæðinu, sé staðið að ræktuninni í samræmi við ráðgjöf sérfróðra aðila. Nefndin leggur áherslu á að stækkun skíðaleiða raski sem allra minnst jökulminjunum á svæðinu og leggur til að leitað verði ráðgjafar jarðfræðings um það efni. Þá beinir nefndin því til íþrótta- og tómstundadeildar og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að hugað verði að gerð deiliskipulags fyrir útivistarsvæðið í Hlíðarfjalli.


2 Starfshópur um útivist, fundargerð
2002100062
Lögð fram fundargerð starfshóps um útivist, dags. 23. apríl 2003. Í henni er bent á að brýnt sé að ekki stafi hætta af æfingum á riffilskotsvæði Skotfélagsins á Glerárdal fyrir þá sem þar eiga leið um og að gera þurfi tafarlaust ráðstafanir til að lækka umferðarhraða á akveginum í gegnum Kjarnaskóg.
Náttúruverndarnefnd tekur undir bókanir starfshópsins. Nefndin óskar eftir því við hlutaðeigandi aðila að gerðar verði hið fyrsta tilgreindar ráðstafanir varðandi riffilsskotsvæðið á Glerárdal. Þá beinir nefndin þeim tilmælum til umhverfisráðs að gerðar verði ráðstafanir til aukins umferðaröryggis á veginum í gegnum Kjarnaskóg, t.d. að hámarkshraði á veginum verði lækkaður í 30 km.


3 Fjárhagsáætlun - staða
2002090043
Kynnt ársfjórðungsstaða þeirra fjárhagsliða sem varða náttúruverndarnefnd.


4 Glerárgil - kynnisferð
2003050061
Nefndarmenn fóru um Glerárgil milli Réttarhvamms og Sólborgar. Með nýjum stíg að vestanverðu er svæðið enn betur en áður fallið til útiveru og svæðið í heild bíður upp á mikla möguleika sem útivistarsvæði. Til mikillla lýta eru vinnuvélaleifar o.fl. á lóð gömlu steypustöðvarinnar á austurbakkanum og nokkuð var um rusl meðfram stígnum. Nefndarmenn tíndu það rusl sem á vegi þeirra varð og í leitirnar kom garðbekkur í eigu bæjarins, sem týndur hafði verið síðan sl. haust. Hafði hann verið borinn spölkorn inn á milli trjánna.

Fundi slitið.