Náttúruverndarnefnd

4548. fundur 18. desember 2003

41. fundur
18.12.2003 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Sigrún Skarphéðinsdóttir
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason ritaði fundargerð

1 Krossanesborgir - fuglatalning 2003
2003020098
Sverrir Thorstensen kom á fundinn og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum fuglatalningar í Krossanesborgum sl. vor, sbr. fundargerð náttúruverndarnefndar 20. mars 2003. Meðal þess sem fram kom var að heildarfjöldi varppara á svæðinu var 681, samanborið við 365 fyrir fimm árum, sem er 87% aukning. Í nokkrum tilvikum er þéttleiki tegunda á svæðinu með því allra mesta sem gerist hér á landi.2 Athugun á vargfugli
2003120054
Í framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 er gert ráð fyrir að athugun verði gerð á stofnstærðum og útbreiðslu þeirra fugla á Akureyri, sem talin er þörf á að takmarka útbreiðslu á.
Náttúruverndarnefnd telur að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum sé ekki tilefni til að gera ofangreinda athugun að svo stöddu. Nefndin óskar eftir því við viðkomandi aðila að henni verði a.m.k. árlega gerð skrifleg grein fyrir veiðum fugla og kvörtunum vegna þeirra í bæjarlandinu.


3 Staðardagskrá 21 - umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun
2000030023
Gerð var grein fyrir stöðu framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri miðað við lok ársins 2003. Fram kom að á árinu var lokið við sjö verk áætlunarinnar og miðað við tímaáætlun er samtals í um 60% tilvika lokið við verk eða náttúruverndarnefnd hefur óskað eftir við tiltekna aðila að þau verði tekin á dagskrá.

Fundi slitið.