Náttúruverndarnefnd

4476. fundur 20. nóvember 2003

40. fundur
20.11.2003 kl. 15:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Sigrún Skarphéðinsdóttir
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari

1 Umhverfisvitinn - innleiðing á Íslandi
2003110050
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 11. nóvember 2003 um innleiðingu norsks umhverfivottunarkerfis sem heitir Miljöfyrtårn, fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Í bréfinu er óskað eftir að Akureyrarbær taki þátt í samstarfi nokkurra sveitarfélaga og Sambandsins um þetta verkefni.
Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að Akureyrarbær taki þátt í verkefninu um "Umhverfisvitann". Nefndin felur verkefnastjóra Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri að taka þátt í samstarfinu fyrir sína hönd.


2 Krossanes - landfylling
2003110067
Lagt fram bréf frá Hafnasamlagi Norðurlands dags. 11. nóvember 2003 til skipulags- og byggingarfulltrúa um framkvæmdaleyfi fyrir uppfyllingu í Jötunheimavík sunnan Krossaness.
Náttúruverndarnefnd leggst gegn umbeðinni framkvæmd með vísan til Aðalskipulags Akureyrarbæjar. Nefndin leggur áherslu á að virt séu í hvívetna ákvæði aðalskipulags um varðveislu strandarinnar milli Sandgerðisbótar og Krossaness og vísar í því sambandi m.a. til rökstuðnings aðalskipulagsins. Nefndin telur að tilfærð rök fyrir framkvæmdinni kalli ekki á breytingar á aðalskipulagi.


3 Umhverfi Glerár frá stíflu til sjávar
2003070007
Gerð grein fyrir þeirri skipulagsvinnu, sem fram hefur farið vegna svæðisins umhverfis Glerá frá stíflu til sjávar. Verkefnið er á starfsáætlun umhverfisráðs 2003.


4 "Burt með ruslið"
2003030095
Lögð fram greinargerð vinnuhóps náttúruverndarnefndar um ráðstafanir gegn lausu rusli á götum og opnum svæðum bæjarins, sbr. fundargerð nefndarinnar 20. mars 2003.
Náttúruverndarnefnd gerir tillögur vinnuhópsins að sínum og beinir þeim tilmælum til umhverfisdeildar að hún leiti eftir samstarfi við aðila í byggingariðnaði, verslunarrekstri o.fl. um ráðstafanir til að sporna gegn því að rusl berist frá þeim um götur og opin svæði bæjarins. Þá óskar nefndin eftir því að unnið verði að því að koma öðrum atriðum í greinargerðinni í framkvæmd.


5 Fundargerð starfshóps um útivist
2002100062
Lögð fram fundargerð 5. fundar starfshóps um útivist frá 23. október 2003. Fundargerðin er í fjórum liðum. Þar er m.a. svohljóðandi bókun um drög að stígaskipulagi á Akureyri: "Starfshópur um útivist lýsir ánægju sinni með þá endurskoðun á skipulagi stíga, sem fyrir liggur. Hópurinn væntir þess að framkvæmdir í samræmi við skipulagið hefjist af krafti sumarið 2004. Hópurinn telur mikilvægt að á næsta ári verði a.m.k. 15 millj. kr. varið til stígagerðar í bænum og að framkvæmdum við stíga, í samræmi við þau skipulagsdrög sem fyrir liggja, ljúki á innan við 10 árum. Góð aðstaða til útivistar er meðal mikilvægustu lífsgæða bæjarbúa."

Fundi slitið.