Náttúruverndarnefnd

4086. fundur 12. júní 2003

36. fundur
12.06.2003 kl. 15:00 - 16:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Íris Dröfn Jónsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Náttúruverndaráætlun - drög
2000070003
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 13. maí 2003, þar sem kynnt eru drög að náttúruverndaráætlun 2003-2008, sbr. lög um náttúruvernd nr. 44/1999. Með bréfinu fylgja drögin. Óskað er eftir athugasemdum náttúruverndarnefndar við þau.
Náttúruverndarnefnd felur formanni og verkefnastjóra að gera þá athugasemd við fyrirliggjandi drög að náttúruverndaráætlun 2003-2008, að í henni verði fjallað um þau svæði í bæjarlandinu sem eru í núgildandi náttúruminjaská, þ.e. Krossanesborgir, Glerárgil og óshólmar Eyjafjarðarár.


2 "Nefndabrennsla"
2003010108
Lagt fram minnisblað um niðurstöðu á keppni milli Akureyrarbæjar og Hafnarfjarðarbæjar um að minnka notkun einkabílsins við ferðir á fundi í fastanefndum bæjanna í apríl og maí 2003. Fram kemur á minnisblaðinu að hlutfall þeirra sem komu á nefndarfundi með öðrum hætti en einir í bíl var hærra á Akureyri en í Hafnarfirði og telst því Akureyrarbær hafa unnið keppnina.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.