Náttúruverndarnefnd

4235. fundur 21. ágúst 2003

37. fundur
21.08.2003 kl. 15:00 - 16:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari

1 Staða fjárhagsáætlunar 2003
2002090043
Kynnt staða þeirra fjárhagsliða sem varða náttúruverndarnefnd. Staðan miðast við fyrri helming ársins.


2 Glerárdalur - verndun
2003060095
Lagt fram erindi frá Oktavíu Jóhannesdóttir bæjarfulltrúa dags. 26. júní 2003 um skoðun á möguleikum og mikilvægi friðunar Glerárdals, sbr. samþykkt bæjarráðs 3. júlí 2003.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp til að fara yfir hvernig best verði staðið að verndun Glerárdals. Nefndin tilnefnir í starfshópinn þá Ingimar Eydal og Jóhannes Árnason og óskar eftir að umhverfisráð tilnefni einn fulltrúa í hópinn.


3 Náttúruverndaráætlun - drög
2000070003
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 11. júlí 2003 sem er svar við erindi náttúruverndarnefndar dags. 16. júní 2003 um breytingar á náttúruverndaráætlun 2003-2008. Skv. bréfinu er það mat stofnunarinnar að á þessu stigi eigi ekki að bæta við nýjum svæðum í drögin og bent á að endurskoða eigi áætlunina á fimm ára fresti.
Kynnt.


4 Umsókn um styrk úr Styrktarsjóði EBÍ
2003050126
Lagt fram erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 28. maí 2003 varðandi umsóknir um úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2003.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því að Akureyrarbær sæki um styrk til EBÍ til verkefnins "Gönguleiðir á Akureyri - kynning". Starfshópi um útivist verði falin umsjón með verkefninu.5 Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2003080051
Lögð fram drög að endurskoðaðri Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.


6 Umsjónarnefnd með óshólmum Eyjafjarðarár - fundargerð
2001020056
Lögð fram fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár frá 18. júní sl.
Kynnt.

Fundi slitið.