Náttúruverndarnefnd

3950. fundur 10. apríl 2003

34. fundur
10.04.2003 kl. 15:00 - 16:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Jóhannes Árnason
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Tekin fyrir að nýju drög að auglýsingu um friðlýsingu Krossanesborga sem fólkvangs og uppkast að samningi um umsjón og rekstur hans. Ennfremur var lagður fram hnitsettur uppdráttur yfir það svæði sem drögin gera ráð fyrir.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að fela umhverfisdeild að annast gildistöku auglýsingarinnar sbr. framlögð gögn. Þá samþykkir nefndin fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning um umsjón og rekstur svæðisins.


2 Dagur umhverfisins 2003
2003030094
Lögð fram drög að dagskrá að Degi umhverfisins 2003, sem er 25. apríl nk. Þá var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 25. mars 2003, þar sem minnt er á þennan dag og tilkynnt að ráðuneytið muni kynna viðburði sem tengjast deginum.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að unnið verði áfram að dagskrá Dags umhverfisins 2003 á Akureyri í samræmi við framlögð dagskrárdrög.


3 "Burt með ruslið"
2003030095
Lagðar voru fram hugmyndir vinnuhóps um úrræði gegn rusli í bænum, sbr. 3. lið fundargerðar síðasta fundar nefndarinnar.
Nefndin tók undir hugmyndirnar og felur vinnuhópnum að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið.