Náttúruverndarnefnd

3852. fundur 20. mars 2003

33. fundur
20.03.2003 kl. 15:00 - 16:57
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Lögð fram drög að auglýsingu um friðlýsingu þess hluta Krossanesborga sem Aðalskipulag Akureyrar gerir ráð fyrir að sé verndaður, sbr. samþykktir náttúruverndarnefndar 18. apríl og
12. september 2002. Í afsali er skuldbinding um varðveislu svæðisins til útivistar fyrir almenning.
Á fundinn komu fulltrúar Norðurorku, sem kynntu áætlanir um legu aðveituæðar hitaveitu frá Hjalteyri um vesturhorn Krossanesborga.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að áfram verði haldið undirbúningi að friðlýsingu Krossanesborga sem fólkvangs. Varðandi legu ofangreindrar aðveituæðar leggur nefndin áherslu á að hún liggi eins stutt yfir verndarsvæðið og unnt er og að tekið verði sérstakt tillit til sérstöðu svæðisins við lagningu aðveituæðarinnar.


2 Dagur umhverfisins 2003
2003030094
Árlegur dagur umhverfisins er 25. apríl að tilhlutan umhverfisráðuneytisins. Lögð fram drög að dagskrá dagsins á Akureyri að þessu sinni.
Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra að undirbúa dag umhverfisins 2003 á Akureyri með hliðsjón af framlögðum dagskrárdrögum.


3 "Burt með ruslið"
2003030095
Í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri er ákvæði um að gerðar verði ráðstafanir til að rusl á götum, opnum svæðum og fjörum á Akureyri heyri til undantekninga. Lagt fram minnisblað um málið.
Náttúruverndarnefnd tilnefnir Mínervu B. Sverrisdóttur, Jóhannes Árnason og verkefnastjóra Staðardagskrár 21 í vinnuhóp til að móta úrræði í þessum efnum.


4 Starfshópur um útivist - fundargerð
2002100062
Lögð fram fundargerð starfshóps um útivist, dags. 25. febrúar 2003. Fundargerðin er í 2 liðum.
Náttúruverndarnefnd tekur undir beiðni starfshópsins um að sem fyrst liggi fyrir yfirlitskort um núverandi stígakerfi bæjarins.


5 Krameterhof - kynnisferð 2003
2003030141
Í undirbúningi er ferð á vegum Staðardagskrár 21 á Íslandi til Josef Holzer í Krameterhof í Austurríki í ágúst 2003. Kynnt var dagskrá ferðarinnar.

Fundi slitið.