Náttúruverndarnefnd

3773. fundur 20. febrúar 2003

32. fundur
20.02.2003 kl. 15:00 - 16:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Jóhannes Árnason
Sveinn Heiðar Jónsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Þórey Ketilsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Skógræktarskipulag utan Glerár
2000050015
Lögð fram greinargerð fyrir skógræktarskipulag, ásamt uppdráttum, fyrir svæðið norðan Glerár. Höfundur þess er Sveinn Rúnar Traustason, landslagsarkitekt. Útplöntun í svonefndan "græna trefil" sunnan Glerár telst lokið og í þessu skipulagi eru lögð drög að framhaldi "trefilsins" norðan árinnar.
Náttúruverndarnefnd fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið á þessu sviði.


2 Krossanesborgir - fuglatalning 2003
2003020098
Lagt fram minnisblað um könnun á fuglalífi í Krossanesborgum. Fyrri úttekt sýnir mikla fjölbreytni þess og þéttleika sem er með því mesta sem gerist hjá nokkrum tegundum hér á landi. Talið er mikilvægt að fylgjast áfram kerfisbundið með fuglalífinu á svæðinu.
Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra umsjón með fuglatalningu í Krossnesborgum vorið 2003, sbr. framlagt minniblað.


3 Ráðstefna um Staðardagskrá 21
2003020097
Lögð fram drög að dagskrá 6. landsráðstefnu Staðardagskrár 21 sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri 14.- 15. mars nk.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að nefndarmaður og verkefnastjóri sæki ráðstefnuna.


4 Nations in Bloom 2003
2002120079
Lagt fram erindi þar sem kynnt er alþjóðlega umhverfissamkeppnin Nations in Bloom 2003. Að þessu sinni verður hún haldin í Apeldoorn í Hollandi.
Náttúruverndarnefnd telur ekki tilefni til þátttöku Akureyrarbæjar í Nations in Bloom að þessu sinni.


5 Starfshópur um útivist
2002100062
Lögð fram fundargerð 1. fundar starfshóps um útivist, sem haldinn var 24. janúar 2003. Fundargerðin er í 6 liðum. Þar kemur m.a. fram að Ársæll Magnússon hafi verið kjörinn formaður starfshópsins.
Lagt fram til kynningar.


6 Umsjónarnefnd með óshólmum Eyjafjarðarár
2001020056
Lögð fram fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár frá 28. janúar 2003.
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundi slitið.