Náttúruverndarnefnd

3712. fundur 23. janúar 2003

31. fundur
23.01.2003 kl. 15:00 - 16:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal
Sveinn Heiðar Jónsson
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Verkefni ungmenna í tengslum við Staðardagskrá 21
2002120006
Tekið fyrir erindi dags. 29. nóvember 2002 frá Norræna félaginu um verkefni ungmenna í vinabæjakeðju Akureyrar o.fl. bæja í tengslum við Staðardagskrá 21.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að veita styrk til þessa verkefnis sem nemur þátttöku tveggja ungmenna og að styrkurinn greiðist af liðnum 09-320.


2 Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri - bæklingur
2000030023
Lagt fram uppkast að bæklingi til almennrar dreifingar um stöðu Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Uppkastið gerir ráð fyrir 6 síðum í A5 broti.
Náttúruverndarnefnd heimilar útgáfu bæklingsins eins og hann liggur fyrir í uppkasti. Nefndin felur formanni að vinna með verkefnastjóra að lokagerð hans.


3 Bíllaus miðbær
2003010107
Lagt fram minnisblað um þetta efni. Þar er m.a. greint frá aðild Íslands að evrópsku verkefni, sem nefnist "In town, without my car!" þar sem 22. september ár hvert er vakin athygli á þörfinni á að draga úr bifreiðaumferð.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdadeild, skóladeild og umhverfisdeild í vinnuhóp til að undirbúa "bíllausan miðbæ" þann 22. september nk.


4 "Nefndabrennsla"
2003010108
Lagt fram minnisblað um málið. Þar er m.a. greint frá hugmynd um að efnt verði til keppni milli fastanefnda hjá Hafnarfjarðarbæ og Akureyrarbæ um litla brennslu jarðeldsneytis vegna ferða á nefndafundi.
Náttúruverndarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í þessu verkefni og skorar á aðrar fastanefndir bæjarins að gera það einnig. Nefndin felur verkefnastjóra að halda utan um verkefnið, þ.e. undirbúa það, kynna það fyrir viðkomandi aðilum o.s.frv.

Fundi slitið.