Náttúruverndarnefnd

4403. fundur 16. október 2003

39. fundur
16.10.2003 kl. 15:00 - 16:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ingimar Eydal, formaður
Íris Dröfn Jónsdóttir
Míverva B. Sverrisdóttir
Sveinn Heiðar Jónsson
Jóhannes Árnason
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari

1 Nýtt erindisbréf fyrir náttúruverndarnefnd
2003080052
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti breytingar sem verið er að gera á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar. Í samræmi við það voru á fundinum lögð fram til kynningar drög að nýju erindisbréfi náttúruverndarnefndar, sem samin eru eftir fyrirmynd stjórnsýslunefndar að slíkum erindisbréfum. Þau fela ekki í sér efnislegar breytingar á hlutverki nefndarinnar.
Afgreiðslu frestað.


2 Krossanesborgir - framkvæmdir
2002030113
Í tilefni af friðlýsingu Krossanesborga sem fólkvangs ræddi nefndin um nauðsyn þess að merkja svæðið, bæta aðkomu þess og gera gönguleiðir um það.
Náttúruverndarnefnd beinir því til framkvæmdaráðs að á árinu 2004 verði veitt fé til framkvæmda í Krossanesborgum.


3 Opnir fundir
2003100033
Í framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri er gert ráð fyrir að athugað verði með opna fundi hjá nefndum bæjarins í því skyni að auka möguleika fólks á að fylgjast með málum, þ.e. að auka íbúalýðræði.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því við stjórnsýslunefnd að fram fari athugun á því hvort opna beri að einhverju leyti fundi hjá nefndum bæjarins og að niðurstaða athugunarinnar verði notuð við gerð nýrra erindisbréfa fyrir nefndir og ráð bæjarins.


4 Sorphirðugjald
2003100034
Lagt fram minnisblað um tengingu sorphirðugjalds við magn úrgangs frá heimilium, sbr. framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.
Náttúruverndarnefnd beinir því til framkvæmdaráðs að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur þess að sorphirðugjald heimila taki mið af magni þess úrgangs sem frá þeim kemur.


5 Fundargerð starfshóps um útivist
2002100062
Lögð fram fundargerð starfshóps um útivist frá 25. september 2003.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð umsjónarnefndar með óshólmum Eyjafjarðarár
2001020056
Lögð fram fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár frá 7. október 2003. Þar er m.a. umsögn um áætlaða lagningu niðurgrafinnar hitaveitulagnar um óshólmana. Skv. umsögninni leggst umsjónarnefndin eindregið gegn því að lögnin liggi um mitt verndarsvæðið. Nefnin fól formanni að vera í sambandi við framkvæmdaaðila um aðra legu hennar.
Náttúruverndarnefnd tekur undir bókun umsjónarnefndarinnar um fyrirhugaða lagningu hitaveitulagnar um óshólmana.
Náttúruverndarnefnd vekur athygli á því að framkvæmdin fellur undir 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, sbr. g-lið 10. töluliðar viðaukans, og er jafnframt framkvæmdaleyfisskyld. Með vísan til 2. mgr. 11. gr. laga um náttúruvernd beinir nefndin því til skipulags- og byggingafulltrúa að hann heimili ekki framkvæmdina fyrir sitt leyti nema að fenginni jákvæðri umsögn umsjónarnefndar óshólmanna.
Af þessu tilefni beinir náttúruverndarnefnd því til stjórnar Norðurorku hf. að hið fyrsta verði hafin gerð umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið.7 Náttúrustofa á Húsavík
2003100025
Lagt fram bréf frá Eyþingi, dags. 8. október 2003, með ályktun aðalfundar þess, þar sem vakin er athygli á náttúrustofu á Húsavík.
Náttúruverndarnefnd fagnar stofnun náttúrustofu á Húsavík og væntir þess að starf hennar stuðli að sjálfbærri landnýtingu og náttúruvernd í landinu.


8 Fjárhagsáætlun - starfsáætlun 2003
2002090043
Lögð fram staða fjárhagsáætlunar náttúruverndarnefndar miðað við 9 mánuði ársins.
Kynnt.

Fundi slitið.