Náttúruverndarnefnd

3603. fundur 19. desember 2002

30. fundur
19.12.2002 kl. 15:00 - 16:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason fundarritari


1 Fjárhagsáætlun 2003 og staða helstu mála
2002090043
Lagt fram yfirlit yfir stöðu þeirra bókhaldsliða sem náttúruverndarnefnd hefur með að gera svo og nýsamþykkta fjárhagsáætlun sömu liða fyrir árið 2003. Ennfremur var gerð stutt grein fyrir stöðu helstu verkefna nefndarinnar.


2 Umhverfisvöktun bæjarlandsins
2002120093
Lögð fram hugmynd að áætlun um umhverfisvöktun bæjarlandsins á næstu árum.
Náttúruverndarnefnd lítur svo á að framlögð hugmynd um umhverfisvöktun geti nýst við forgangsröðun náttúrufarsrannsókna í bæjarlandinu.


3 Umhverfisvæn innkaup og útboð
2002120094
Lagt fram minniblað um umhverfisvæn innkaup og umhverfisskilmála í útboðum. Þar eru nefnd nokkur dæmi um hvernig staðið er að þessum málum hér á landi og erlendis.
Náttúruverndarnefnd væntir þess að Akureyrarbær taki framvegis virkan þátt í þróun umhverfisvænna innkaupa og útboða hjá opinberum aðilum. Nefndin samþykkir að óska eftir skráningu í evrópska tengslanetið BIG-Net og að árgjöld fyrir árin 2003 og 2004 greiðist af fjárhagsliðum 09-320. Nefndin óskar eftir því að innkaupastjóri sé tengiliður bæjarins við BIG-Net.
Nefndin óskar einnig eftir því við bæjarstjóra að birgjum bæjarins verði sem fyrst sent bréf um stefnu bæjarins í umhverfisvænum innkaupum, sbr. Staðardagskrá 21.


4 Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003
2002120072
Lagt fram erindi dags. 10. desember 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sérstök evrópsk umhverfisverðlaun veitt þeim sveitarfélögum sem þykja hafa staðið sig best í viðleitninni að koma á sjálfbærri þróun.
Náttúruverndarnefnd telur að vinna þurfi frekar að sjálfbærri þróun á Akureyri áður en ástæða er til að taka þátt í samkeppni sem þessari.

Fundi slitið.