Náttúruverndarnefnd

3506. fundur 21. nóvember 2002

29. fundur
21.11.2002 kl. 15:00 - 17:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Jóhannes Árnason
Íris Dröfn Jónsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Sveinn Heiðar Jónsson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Samræmt stígakerfi
2001120068
Sveinn Rúnar Traustason landslagsarkitekt gerði grein fyrir vinnu sem fram hefur farið við gerð heildstætts stígaskipulags fyrir Akureyri.
Nefndin fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið við gerð skipulagsins og væntir þess að sem fyrst verði hafist handa við að hrinda því í framkvæmd.


2 Kynnisferð
2002100059
Gerð grein fyrir kynnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar, auk þátttöku í ráðstefnunni "Johannesburg+Europe" í Kolding í Danmörku 3.- 5. nóvember 2002, sbr. 6. lið fundargerðar síðasta fundar.


3 "Spörum orku í umferðinni"
2002110088
Í framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri er verk sem heitir "Nýir valkostir í umferð". Þar er kveðið á um útgáfu bæklings um áhrif bifreiðanotkunar á umhverfið. Lagt fram til kynningar uppkast að bæklingi sem hefur vinnuheitið "Spörum orku í umferðinni".
Nefndin samþykkir að haldið verði áfram undirbúningi vegna útgáfu bæklingsins, sem stefnt er að á næsta ári.


4 Greinargerð um eignir í hirðuleysi
2002100048
Sbr. bókun nefndarinnar á 26. fundi dags. 12. september sl. og bréf dags. 10. október 2002 frá Náttúruvernd ríkisins var lögð fram greinargerð um eignir í hirðuleysi, sbr. 44. gr. og bráðabirgðaákvæði III í lögum um náttúruvernd.
Nefndin samþykkir að framlögð greinargerð verði send til Náttúruverndar ríkisins sbr. ofangreind lagaákvæði. Ennfremur beinir nefndin þvi til skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits að gerðar verði úrbætur í þeim tilfellum sem greinargerðin tekur til.


5 Umsjónarnefnd með óshólmum Eyjafjarðarár
2001020056
Lögð fram fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár frá 21. október 2002.

Fundi slitið.