Náttúruverndarnefnd

3089. fundur 22. maí 2002

23. fundur
22.05.2002 kl. 15:00 - 15:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
Björn Snæbjörnsson
Friðrik E. Sigþórsson
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Hverfisnefndir
2001110052
Fram kom að stofnun hverfisnefndar á Oddeyri hafi tafist af ýmsum ástæðum, en að hún sé áformuð í júní-mánuði.
Náttúruverndarnefnd þykir miður að til ofannefndrar seinkunar hafi komið og væntir þess að séð verði til þess að ekki verði um frekari tafir að ræða á málinu. Af þessu tilefni bendir nefndin á að ekki er komin niðurstaða í nokkrum verkum framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21, þrátt fyrir að tímafrestur þeirra sé liðinn og hvetur viðkomandi aðila til að hraða vinnu við þau.


2 Óshólmar Eyjafjarðarár - Deiliskipulag
2001020039
Gerð var grein fyrir því að leitað hafi verið verðhugmynda frá tveimur aðilum í deiliskipulag óshólma Eyjafjarðarár og að ákveðið hafi verið að semja við Landmótun í Kópavogi um verkefnið, sem Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit vinna í sameiningu.


3 Náttúruverndarnefnd - framtíðarsýn
2002050073
Rætt um væntanleg meginverkefni náttúruverndarnefndar á næstu árum á grundvelli skorkorts nefndarinnar, sem hún samþykkti í september 2001. Á minnisblaði, sem verkefnastjóri Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri lagði fram, eru nefnd eftirfarandi þrjú meginverkefni næstu ára: endurskoðun 1. útgáfu Staðardagskrár 21, gerð handhægs fræðsluefnis um náttúrufar bæjarlandsins og friðlýsing verndarsvæða bæjarlandsins.


4 Önnur mál
Fundarmenn þökkuðu hver öðrum gott samstarf á undanförnum árum og skiptust á óskum um farsæld í framtíðinni.

Fundi slitið.