Náttúruverndarnefnd

3067. fundur 18. apríl 2002

22. fundur
18.04.2002 kl. 15:00 - 16:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Anna Björg Björnsdóttir
Sveinn Heiðar Jónsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason fundarritari1 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Lagt fram minniblað um verndarsvæðið í Krossanesborgum, sbr. ákvörðun síðasta fundar náttúruverndarnefndar. Þar er greint frá verndargildi þess, skuldbindingu um verndun svæðisins í afsali þess og lagaákvæði um friðlýsingu.
Með vísan til fyrirliggjandi gagna leggur náttúruverndarnefnd til við bæjarstjórn að hafin verði undirbúningur að friðlýsingu Krossanesborga sem fólkvangs, sbr. 55.- 58. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999.
Bæjarráð 2. maí 2002
Bæjarstjórn 7. maí 2002

2 Hlíðarfjallsvegur - endurbygging
2002010062
Lagt fram og kynnt kynningarrit Vegagerðar ríkisins um fyrirhugaða endurbyggingu Hlíðarfjallsvegar frá Rangárvöllum að Skíðastöðum.
Náttúruverndarnefnd telur kynningu Vegagerðarinnar á framkvæmdinni til fyrirmyndar. Hún gerir ekki athugasemdir við málið eins og það er lagt fyrir.


3 Staðardagskrá 21 - umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun
2000030023
Rætt um stöðu framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Lagt fram yfirlit yfir stöðu þeirra verka sem átti að vera lokið 1. febrúar 2002.
Náttúruverndarnefnd fól verkefnastjóra Staðardagskrár 21 að senda viðkomandi aðilum óskir um að verk sem átti að ljúka fyrir 1. mars og 1. apríl verði framkvæmd hið fyrsta.


4 Klettaborg - tillaga um breytingu á deiliskipulagi
2002040082
Kynnt fyrirliggjandi tillaga um breytingu á deiliskipulagi við Klettaborg. Auglýst hefur verið eftir athugasemdum við tillöguna.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að gerð verði athugasemd við tillöguna, þar sem því er mótmælt að lækur vestast á skipulagssvæðinu verði settur í stokk. Nefndin telur að sá þáttur tillögunnar samrýmist ekki aðalskipulagi þar sem segir í leiðarljósi að "gæta skal vistfræði- og náttúruverndarsjónarmiða" og í starfsmarkmiði að "við skipulagsgerð nýrra hverfa skal miða við að náttúrulegt flæði lækja sé varðveitt . . ."


5 Önnur mál
a) Lagt fram bréf frá náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar varðandi fund 12. apríl 2002 um hugmynd um þjóðgarð/fólkvang að Hrauni í Öxnadal. Formaður nefndarinnar sat fundinn og gerði grein fyrir honum.
b) Kynntar eftirtaldar umsagnir, sem bæjarráð hefur veitt um þingmál Alþingis:
- þingsályktunartillaga um landgræðsluáætlun.
- frumvarp til laga um landgræðslu.
- frumvarp til laga um afréttarmálefni.
c) Lögð fram skýrsla um fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár, sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert.
Fundi slitið.