Náttúruverndarnefnd

3369. fundur 26. september 2002

27. fundur
26.09.2002 kl. 15:00 - 18:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes Árnason
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Fjárhagsáætlun - starfsáætlun 2003
2002090043
Unnið að gerð starfsáætlunar náttúruverndarnefndar fyrir árið 2003.
Starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2003 afgreidd til bæjarstjórnar.


2 Malarnám að Mýrarlóni
2002090079
Lagt fram bréf frá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar dags. 25. september 2002 þar sem óskað er umsagnar um fyrirhugað malarnám úr gamalli ófrágenginni malarnámu að Mýrarlóni vegna gerðar reiðvegar frá hesthúsahverfi í Hlíðarholti að Mýrarlóni.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að leggjast ekki gegn umbeðinni efnistöku með því skilyrði að náma- og vinnusvæðið verði afmarkað og að fyrirfram verði gerð grein fyrir áætlun um frágang svæðisins að námavinnslu lokinni.

Fundi slitið.