Náttúruverndarnefnd

3286. fundur 15. ágúst 2002

25. fundur
15.08.2002 kl. 15:00 - 17:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Þórey Ketilsdóttir
Jóhannes Árnason
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason fundarritari


1 Kynnisferð um Krossanesborgir
2002080029
Fundarmenn fóru kynnisferð um Krossanesborgir undir leiðsögn Sverris Thorstensen og Þorsteins Þorsteinssonar. Það var álit manna að svæðið væri mjög áhugavert og mikilvægt í náttúrufarslegu og sögulegu tilliti.


2 Ráðstefna um umhverfismál í Eyjafirði
2002030114
Lögð fram fyrsta hugmynd að dagskrá ráðstefnunnar sem gerir ráð fyrir að hún verði haldin 18. október nk. Fram kom að ekki væri gert ráð fyrir umtalsverðum kostnaði við ráðstefnuna.
Samþykkt að haldið verði áfram að undirbúa ráðstefnuna á grundvelli framlagðrar hugmyndar.

Fundi slitið.