Náttúruverndarnefnd

2966. fundur 17. janúar 2002

19. fundur
17.01.2002 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
Friðrik Einar Sigþórsson
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari
Jón Birgir Gunnlaugsson


1 Starfsáætlun 2002
2001060114
Lögð fram tillaga að starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2002 þar sem felldar höfðu verið inn fyrri afgreiðslur nefndarinnar á skorkorti hennar og fjárhagsáætlun.
Nefndin samþykkti fyrirliggjandi tillögu að starfsáætlun með minniháttar leiðréttingum.


2 Umsjónarnefnd Óshólma Eyjafjarðarár - fundargerð
2001020056
Lögð fram fundargerð umsjónarnefndar verndarsvæðisins í Óshólmum Eyjafjarðarár frá
8. janúar 2002.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.3 Hverfisnefndir
2001110052
Umræður um framkvæmd verksins "Hverfisnefndir" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. Fyrir lá minnisblað um málið sbr. afgreiðslu nefndarinnar 14. nóvember og 13. desember sl.
Nefndin beinir því til bæjarráðs að stofnaðar verði hverfisnefndir í bænum í samræmi við framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Nefndin leggur til að fyrsta skrefið verði stofnun slíkrar nefndar á Oddeyri og vísar um nánari útfærslu til minnisblaðs sem lagt er fram á fundinum.
Bæjarráð 24. janúar 2002
Bæjarstjórn 5. febrúar 2002


4 Staðardagskrá 21
2000030023
Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir þeim verkum í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri, sem eru í vinnslu. Þá fór hann yfir þau verk sem fyrir liggja á næstunni. Fram kom að 17 verkum (af 70) á að vera lokið fyrir 1. febrúar 2002.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því við skólanefnd að hún sjái um að verkið "Flokkun úrgangs" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði unnið sem fyrst, en tilgreindur tími er 1. febrúar 2002. Nefndin óskar eftir því við menningarmálanefnd að hún sjái um að verkið "Sögulegar minjar" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði unnið sem fyrst, en tilgreindur tími er 1. febrúar 2002.
Nefndin óskar eftir því við framkvæmdaráð að það sjái um að verkin "Heimajarðgerð", "Nýting á námum" og "Skilti gegn lausagangi" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði unnin sem fyrst, en tilgreindur tími er 1. febrúar 2002.
Náttúruverndarnefnd leggur til að óskað verði eftir tilnefningum frá Ferðafélagi Akureyrar, Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Félagi hjartasjúklinga á Akureyri og nágrennis, umhverfisdeild og framkvæmdadeild (einn fulltrúi frá hverjum) í "starfshóp um útivist" skv. Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. Þá felur nefndin verkefnisstjóra að annast verkið "umhverfisfulltrúar" í Staðardagskránni. Ennfremur ákvað nefndin að hið fyrsta verði gefinn út lítill bæklingur um Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.5 Önnur mál
Lagt fram bréf um íslensku Staðardagskrárráðstefnuna 2002 sem haldin verður á Akureyri
15.- 16. febrúar nk.
Nefndin fagnar ráðstefnunni og mun stuðla eftir föngum að því að hún takist vel. Allir nefndarmenn hyggjast sækja ráðstefnuna.

Fundi slitið.