Náttúruverndarnefnd

3344. fundur 12. september 2002

26. fundur
12.09.2002 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Ingimar Eydal formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Jóhannes Árnason
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Fjárhagsáætlun - starfsáætlun 2003
2002090043
Kynnt drög að þeim hluta fjárhagsáætlunar umhverfisdeildar, sem varðar starf náttúruverndarnefndar, þ.e. liðurinn gróður- og náttúruvernd.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við hin framlögðu drög. Ákveðið að haldinn verði sérstakur fundur um starfsáætlun nefndarinnar 26. september nk.


2 Staðardagskrá 21 - umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun
2000030023
Gerð grein fyrir framvindu framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri (1. útg.).


3 Ráðstefna um umhverfismál í Eyjafirði
2002030114
Lagt fram uppkast að dagskrá ráðstefnunnar, sem unnin hefur verið af undirbúningshópi hennar. Skv. uppkastinu er yfirskrift hennar "Umhverfið í Eyjafirði - þekkjum við ábyrgð okkar á því?". Gert er ráð fyrir að hún verði haldin föstudaginn 11. október nk. í Ketilhúsinu.
Náttúruverndarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ráðstefnan verði haldin og felur undirbúningshópnum að halda áfram undirbúningi hennar.


4 Efnistaka á Glerárdal
2002090042
Lögð fram beiðni frá Vegagerð ríkisins um leyfi til að taka allt að 8.000 m³ af malarefni úr námum á Glerárdal sem búið er að græða upp.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að gera ekki athugasemd við umbeðna efnistöku, enda verði staðið við fyrirheit leyfisbeiðanda um að gengið verði á fullnægjandi hátt frá svæðinu að lokinni efnistöku.


5 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Lagt fram minnisblað um verndarsvæðið í Krossanesborgum, sbr. ákvörðun síðasta fundar náttúruverndarnefndar. Þar er greint frá verndargildi þess, skuldbindingu um verndun svæðisins í afsali þess og lagaákvæði um friðlýsingu.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að óska eftir samvinnu við Náttúruvernd ríkisins um undirbúning friðlýsingar Krossanesborga.


6 Eignir í hirðuleysi sbr. 44. gr. laga um náttúruvernd
2002080030
Skv. 44. gr. og ákvæði til bráðabirgða í lögum um náttúruvernd skal fyrir árslok 2002 skila skriflegri greinargerð til Náttúruverndar ríkisins um eignir í hirðuleysi í sveitarfélaginu, ef einhverjar eru.
Náttúruverndarnefnd felur starfsmönnum að taka saman greinargerð um málið og leggja hana fyrir nefndina.


7 Umsjónarnefnd með Óshólmum Eyjafjarðarár
2001020056
Lögð fram fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár frá 5. september 2002.

Fundi slitið.