Náttúruverndarnefnd

3012. fundur 21. febrúar 2002

20. fundur
21.02.2002 kl. 15:00 - 16:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Björn Snæbjörnsson
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Friðrik E. Sigþórsson
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tryggvi Marinósson
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Starfsáætlun 2002
2001060114
Rætt um fjárhagsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2002, sem var afgreidd af bæjarstjórn
5. febrúar sl.


2 Ræktun ryðþolinna aspa
2001110051
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. nóvember 2001 frá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 til að rækta ryðþolnar aspir. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 14. nóvember 2001. Þeir sérfróðu menn um málið sem á fundinum voru mæltu með því að umbeðinn styrkur yrði veittur.
Náttúruverndarnefnd samþykktir að veita ofangreindan styrk og að hann greiðist af liðnum 09-320.


3 Dagur umhverfisins 2002
2002020074
Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að árlegur "Dagur umhverfisins" sé 25. apríl.
Náttúruverndarnefnd felur verkefnistjóra Staðardagskrár 21 að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum um dagskrá þessa dags og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.


4 Ráðstefna um umhverfismál sveitarfélaga 8. mars 2002
2002020035
Erindi dags. 1. febrúar 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu um umhverfismál sveitarfélaga 8. mars 2002. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga (SAMGUS).
Náttúruverndarnefnd samþykkir að fulltrúar nefndarinnar sæki ráðstefnuna.


5 Önnur mál
Fyrir var tekið:
a) Fagnað var að Akureyrarbæ voru veitt "Staðardagskrárverðlaunin 2002" á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. febrúar sl. fyrir vönduð og markviss vinnubrögð í Staðardagskrárstarfinu apríl 2001 - febrúar 2002.
b) Ákveðið var að fundardagar nefndarinnar til vors verði 21. mars, 18. apríl og 14. maí nk.
c) Umræður urðu um framvindu framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.

Fundi slitið.