Náttúruverndarnefnd

1918. fundur 17. maí 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
10. fundur
17.05.2001 kl. 15:00 - 16:45
Gróðrarstöðin við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Friðrik Einar Sigþórsson
Björn Snæbjörnsson
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Staðardagskrá 21
2000030023
Verkefnisstjóri gerði grein fyrir helstu málum sem eru í vinnslu. Dreift var 1. útgáfu af Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri, umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 24. apríl sl.
Náttúruverndarnefnd vísar áætluninni til nefnda bæjarins og felur verkefnisstjóra að fylgja áætluninni eftir.


2 Flokkunarkerfi úrgangs fyrir Akureyri
2001050099
Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 kynnti fyrir nefndinni hugmyndir um flokkunarkerfi fyrir úrgang frá heimilum og fyrirtækjum. Lagt var fram uppkast af flokkunarkerfi í anda Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Uppkastið að flokkunarkerfinu er unnið samkvæmt 3. og 10. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000.
Náttúruverndarnefnd tekur undir það sem fram kemur í drögunum og vísar málinu til frekari vinnslu hjá framkvæmdaráði Akureyrarbæjar og Sorpeyðingu Eyjafjarðar.


3 Malarnám - frágangur og uppgræðsla
2001050113
Umhverfisstjóri lagði fram drög að tillögu um markmiðssetningu um frágang efnistökusvæða í bæjarlandinu og kynnti einnig greinargerð frá Möl og sandi hf. dags. 2. apríl 2001, undirritaða af Hólmsteini Hólmsteinssyni, um nýtingu og frágang malarnáms í landi Glerár. Greinargerðirnar fylgja fundargerðinni.
Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna áfram að gerð áætlunar um frágang efnistökusvæða og nýtingu þeirra m.a. í samvinnu við bréfritara og aðra þá er málið varðar.


4 Drög að umhverfisstefnu stjórnvalda til næstu 20 ára
2001010046
Á fundi nefndarinnar 8. febrúar sl. var verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 falið að fara yfir drögin m.t.t. umhverfisstefnu Akureyrar. Verkefnisstjóri gerði nefndinni grein fyrir málinu og lagði fram nokkrar ábendingar.
Nefndin tekur undir ábendingarnar og felur verkefnisstjóra að koma þeim áleiðis til umhverfissráðuneytisins.


5 Óshólmar Eyjafjarðarár - Deiliskipulag
2001020039
Gerð var grein fyrir stöðu mála eftir afgreiðslu umhverfisráðs á erindi nefndarinnar frá 8. febrúar 2001.
Nefndin leggur til að starfsmenn tækni- og umhverfissviðs vinni áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og kalli eftir tilnefningu fulltrúa frá Eyjafjarðarsveit með í vinnuna.


6 Náttúrugripasafn á Akureyri
2001050114
Formaður nefndarinnar opnaði umræðu um stöðu Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Rætt var um mikilvægi þess að starfrækt væri nútímalegt náttúrugripasafn á Akureyri sem væri aðgengilegt og sýnileg framhlið þessa málaflokks. Náttúrugripasafnið var ómetanlegt í kynningu á náttúrunni til almennings, skóla og ferðamanna.
Náttúruverndarnefnd leggur áherslu á að starfsemi safnsins verði komið af stað á ný í endurbættu formi og felur umhverfisstjóra og formanni að kynna sér hver staða málsins er í dag og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi.


7 Markaðssetning Akureyrar
Lagt fram til kynningar erindi dags. 8. maí 2001 frá Sigríði Ólafsdóttur hjá IMG Gallup varðandi vinnu stýrishóps um markaðssetningu Akureyrar.

Fleira ekki gert.