Náttúruverndarnefnd

1925. fundur 28. júní 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
11. fundur
28.06.2001 kl. 15:00 - 17:00
Gróðrarstöðin við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Björn Snæbjörnsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Fuglalíf í Óshólmum Eyjafjarðarár
Ævar Pedersen og Sverrir Thorsteinsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands kynntu skýrslu sína um athuganir á fuglalífi svæðisins, sem þeir unnu fyrir náttúruverndarnefnd. Auk skýrslu þeirra sem er í lokavinnslu lögðu þeir fram úrdrátt úr henni með helstu atriðum.
Náttúruverndarnefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna og þakkar greinagóða kynningu. Fjallað verður frekar um skýrsluna þegar hún liggur fyrir í endanlegri gerð. Nefndin leggur áherslu á að efni hennar verði nýtt við gerð deiliskipulags af svæðinu og bendir sérstaklega á kaflann með tillögum er varða framtíðina.


2 Starfsáætlun 2002
2001060114
Umhverfisstjóri kynnti drög að starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2002. Rætt um skorkort og verkefnalista nefndarinnar.


3 Glerárgil efra og umhverfi þess
Formaður nefndarinnar gerði nefndinni grein fyrir vettvangsferð um svæðið og lagði fram greinargerð í 4 töluliðum.
Umhverfisstjóra falið að koma ábendingum þeim sem fram koma í greinargerðinni til viðkomandi aðila.


4 Go-cart
Umhverfisstjóri og deildarstjóri umhverfisdeildar gerðu nefndinni grein fyrir hugmyndum um staðsetningu Go-cart brautar á uppgræðslusvæðinu á Glerárdal.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði Go-cart braut á uppgræðslusvæðinu á Glerárdal enda verði tryggt að brautin verði í hæfilegri fjarlægð frá verndarsvæðinu við Glerárgil a.m.k. 100 - 150 m loftlína frá miðju ár. Þess verði einnig gætt og gerðar til þess nauðsynlegar ráðstafanir að ekki verði óþarfa röskun á svæðinu, óskipulögð umferð eða mengun. Jafnframt bendir nefndin á að áhorfendasvæði við brautina þarf að vera norðan brautar vegna hættu sem stafar af Glerárgilinu.


5 Staðardagskrá 21
2000030023
Verkefnisstjóri gerði grein fyrir helstu málum í vinnslu.


6 Fundargerð Óshólmanefndar
2001020056
Fundargerð umsjónarnefndar verndarsvæðisins í Óshólmum Eyjafjarðarár frá 28. júní lögð fram til kynningar
Nefndin frestar afgreiðslu fundargerðarinnar til næsta fundar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.