Náttúruverndarnefnd

2474. fundur 11. janúar 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
5. fundur
11.01.2001 kl. 15:00 - 17:20
Gróðrarstöðin


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Björn Snæbjörnsson
Friðrik Einar Sigþórsson
Sveinn Heiðar Jónsson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson, fundarritari


1 Ólafsvíkuryfirlýsingin
2000100045
Erindi dags. 16. október 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrárverkefnið 12.- 13. október 2000 var samþykkt sérstök yfirlýsing, sem er áskorun til sveitarstjórna um að vinna að Staðardagskrá 21. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórnir gerist aðilar að yfirlýsingunni með undirritun hennar.
Náttúruverndarnefnd leggur til að Akureyrarbær gerist aðili að Ólafsvíkuryfirlýsingunni með undirritun hennar, enda er efni yfirlýsingarinnar í samræmi við stefnumörkun og vinnu að mótun umhverfisstefnu fyrir Akureyrarbæ í anda Staðardagskrár 21.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


2 Staðardagskrá 21
2000030023
Umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun - seinni hluti, þar sem fjallað er um umferð og flutninga, útivist, skipulagsmál, atvinnumál, heilsu, málefni barna og ungmenna, neyslumynstur, lífsstíl, samfélagsgerð og lýðræði og sveitarfélagið og stofnanir þess.
Náttúruverndarnefnd samþykkir framkvæmdaáætlunina eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur verkefnisstjóra að fullgera áætlunina til bæjarráðs.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


3 Starfsáætlanir 2001 - náttúruverndarnefnd
2001010039
Starfsáætlun náttúruverndarnefndar 2001.
Umhverfisstjóri lagði fyrir nefndina endurskoðaða starfsáætlun náttúruverndarnefndar ásamt funda- og verkefnaáætlun og áætlun um skiptingu fjár á helstu verkefni.
Náttúruverndarnefnd samþykkir tillögurnar, enda eru þær í samræmi við samþykkta starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2001.
Áætlunin verði send umhverfisráði til kynningar.


4 Önnur mál
Erindi frá Eiríki Sigfússyni kt. 170641-3539, Sílastöðum, Hörgárbyggð, þar sem hann fer fram á samstarf við Akureyrarbæ um frágang á malarnámi í landi Blómsturvalla og Pétursborgar.
Náttúruverndarnefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindinu og felur umhverfisstjóra að vinna að lausn málsins í samræmi við umræður á fundinum.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.20.