Náttúruverndarnefnd

2496. fundur 25. janúar 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
6. fundur
25.01.2001 kl. 15:00 - 17:20
Gróðrarstöðin við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Friðrik Einar Sigþórsson
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Staðardagskrá 21 - kynningarefni
2001010144
Drög að áætlun um kynningu til almennings á Staðardagskrá 21 á Akureyri. Verkefnisstjóri kynnti drögin.
Nefndin felur verkefnisstjóra að fullvinna kynninguna í samræmi við umræður á fundinum.


2 GAP á Íslandi
2000050045
Áætlun um framkvæmd GAP verkefnisins á Akureyri. Verkefnisstjóri kynnti áætlun um framkvæmd verkefnisins "Vistvernd í verki" (GAP) í samræmi við bókun nefndarinnar frá ágúst s.l. og umfjöllun við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2001.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að ganga til samninga við Landvernd enda rúmist kostnaður innan fjárhagsramma ársins.


3 Málþing um Staðardagskrá 21
2001010145
Áætlað að halda málþing um Staðardagskrárverkefnið á Akureyri. Kynnt drög að dagskrá og umræðuefnum á málþingi "Er Akureyri í fararbroddi í umhverfismálum?" Gert er ráð fyrir að fundurinn verði um miðjan febrúar.
Nefndin samþykkir framkomna hugmynd að umræðufundi og dagskrá hans og felur verkefnisstjóra að vinna áfram að málinu.


4 Náttúruverndarnefnd - helstu verkefni
2001010146
Lög um náttúruverndarnefnd, erindisbréf nefndarinnar og helstu verkefni. Umhverfisstjóri kynnti nefndinni erindisbréf nefndarinnar og lagði fram úrdrátt með helstu verkefnum.
Í framhaldi af umræðum á fundinum er formanni nefndarinnar og umhverfisstjóra falið að lista upp og skilgreina verkefni nefndarinnar til að eyða þeim óvissuþáttum sem upp hafa komið.


5 Óshólmanefnd - fundargerð dags. 24. janúar 2001
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.
Efnisþættir úr meðfylgjandi fundargerð verða teknir til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.


6 Umhverfisþing
2001010046
Umhverfisráðherra boðar til umhverfisþings á Grand Hótel 26.- 27. janúar 2001.
Nefndin tilnefnir Tryggva Marinósson sem fulltrúa sinn á þinginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 17.20.