Náttúruverndarnefnd

2504. fundur 08. febrúar 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
7. fundur
08.02.2001 kl. 15:00 - 17:15
Gróðrarstöðin við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Sunna Borg
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Óshólmar Eyjafjarðarár - Deiliskipulag
2001020039
Fjallað um tillögu umsjónarnefndar með Óshólmum Eyjafjarðarár dags 24. janúar 2001, sem lögð var fram til kynningar á síðasta fundi. Tillagan er í formi greinargerðar, sem fjallar um helstu mál, sem umsjónarnefndin telur að taka þurfi til umfjöllunar við gerð deiliskipulags af svæðinu sbr. lið 2 í fundargerð umsjónarnefndar með Óshólmum Eyjafjarðarár frá 24. janúar 2001.
Náttúruverndarnefnd samþykkir efni greinargerðarinnar sem vinnuplagg og vísar málinu til umfjöllunar í umhverfisráði. Jafnframt felur nefndin umhverfisstjóra að fylgja málinu eftir og leggur áherslu á að vinnu við deiliskipulag svæðisins verði hraðað eins og kostur er.


2 Merkingar útivistarsvæða
2001020053
Á síðasta fundi nefndarinnar var lögð fram til kynningar hugmynd að merkingum á verndar- og útivistarsvæðum bæjarins, sbr. lið 3 í fundargerð umsjónarnefndar með verndarsvæðinu í Óshólmum Eyjafjarðarár frá 24. janúar 2001. Tillagan er unnin af teiknistofunni Teikn á lofti, dags. 24. janúar 2001.
Undir þessum lið var einnig tekið fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. nóvember 2000, (Málsnr. 2000120007) undiritað af Þórði Skúlasyni, um merkingar landsvæða.
Náttúrverndarnefnd leggur til að unnið verði áfram að málinu á grundvelli fyrirliggjandi hugmynda og felur umhverfisstjóra í samvinnu við deildarstjóra umhverfisdeildar að móta tillögu og leggja fyrir umhverfisráð. Jafnframt skal haft samráð við fulltrúa frá Eyjafjarðarsveit varðandi þann hluta er snertir merkingar á verndarsvæðinu í Óshólmum Eyjafjarðarár.


3 Umhverfisþing 26.- 27. janúar 2001
2001010046
Umhverfisþing á vegum umhverfisráðuneytisins var haldið í Reykjavík dagana 26.- 27. janúar sl. Umhverfisstjóri sat þingið f.h. náttúruverndarnefndar. Á þinginu var farið yfir stöðu umhverfismála í landinu og lögð fram drög að umhverfisstefnu stjórnvalda til næstu 20 ára "Sjálfbær þróun á nýrri öld - Stefnumörkun 2001-2020".
Samntekt þingritara og stefnumörkunin er aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðueytisins http://www.stjr.is/umh., umhverfisþing.
Jafnframt var tekið fyrir bréf frá umhverfisráðuneytinu dags 31. janúar sl. undiritað af umhverfisráðherra þar sem vakin er athygli á að frestur til að skila athugasemdum við drögin er til 1. maí 2001.
Náttúruverndarnefnd beinir því til sviða og deilda bæjarins að kynna sér efni stefnumörkunarinnar og eftir atvikum að nýta sér réttinn til athugasemda. Jafnframt felur nefndin verkefnisstjóra STD 21 á Akureyri að fara yfir drögin m.t.t. stefnumörkunar Akureyrarbæjar í umhverfismálum og gera nefndinni grein fyrir niðurstöðunni.


4 Ferð til Álandseyja og Svíþjóðar
2001020054
Greinargerð formanns nefndarinnar og umhverfisstjóra um kynnisferð á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til Álandseyja og Svíþjóðar sl. haust í tengslum við Staðardagskrá 21. Greinargerðin fylgir með fundargerðinni.


5 Sorpmál
Frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl 17.15.