Náttúruverndarnefnd

2549. fundur 15. mars 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
8. fundur
15.03.2001 kl. 15:00 - 17:00
Gróðrarstöðin við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Friðrik Einar Sigþórsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Guðlaugsson
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Sorpmál
Umfjöllun um stöðu málefna er varða sorphirðu og sorpeyðingu á Akureyri og víðar, sem nefndin frestaði á fundi sínum þann 8. febrúar sl. Framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar greindi nefndinni frá stöðu mála. Einnig greindu formaður nefndarinnar og umhverfisstjóri frá heimsókn sinni til sorpsamlags í Svíþjóð og sýndu myndir frá starfseminni.
Nátúruverndarnefnd hvetur til að unnið verði áfram að úrbótum í sorpmálum og leggur áherslu á að allir möguleikar til endurvinnslu t.d. með jarðgerð o.fl. verði kannaðir sem fyrst.


2 Staðardagskrá 21
2000030023
Fjallað um framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna verkefnisins Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar á fundi sínum þann 25 janúar. Einnig fjallað um lítilsháttar breytingar á texta áætlunarinnar.
Náttúrverndarnefnd samþykkir kostnaðaráætlunina og þær breytingar á texta framkvæmdaáætlunarinnar sem kynntar voru og felur verkefnisstjóra að ganga frá áætluninni í samræmi við umræður á fundinum til afgreiðslu í bæjarráði.


3 Könnun á stöðu Staðardagskrárverkefnisins á Íslandi
2001030034
Tekið fyrir erindi dags. 2. mars 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga undirritað af verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi þar sem send er út könnun á stöðu Staðardagskrárstarfsins í sveitarfélögum.
Nefndin felur verkefnisstjóra í samvinnu við framkvæmdahóp verkefnisins að afgreiða erindið.


4 Ráðstefna um Staðardagskrá 21
2001030033
Tekið fyrir erindi dags. 1. mars 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga undirritað af verkefnisstjóra Staðardagskrá 21 á Íslandi þar sem boðað er til ráðstefnu í Mosfellsbæ, mánudaginn 2. apríl 2001.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna.


5 Frumvarp til laga um lax- og silungsveiði
2001020127
Landbúnaðarnefnd sendir með bréfi dags. 16. febrúar 2001 Akureyrarbæ til umsagnar frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, 389. mál, rekstrarleyfi, gjaldtaka, fiskeldisnefnd o.fl. Bæjarráð vísaði frumvarpinu til skoðunar í náttúruverndarnefnd.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Fundi slitið.