Náttúruverndarnefnd

2575. fundur 18. apríl 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
9. fundur
18.04.2001 kl. 15:00 - 16:30
Gróðrarstöðin


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Friðrik Einar Sigþórsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Dagur umhverfisins
Tillaga að dagskrá vegna dags umhverfisins þann 25. apríl nk. Dagskráin gerir m.a. ráð fyrir að gróðurhús í ræktunarstöðinni og Lystigarði verði opin almenningi þennan dag og að starfsmenn deildarinnar verði á Glerártorgi og miðli ýmiskonar fróðleik o.fl.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur starfsmönnum deildarinnar að undirbúa og framkvæma dagskrána í samræmi við umræður á fundinum.


2 Staðardagskrá 21
Staða verkefnisins og næstu skref. Verkefnisstjóri greindi nefndinni frá helstu málum sem eru í vinnslu.


3 Fundargerð Óshólmanefndar
Afgreiðsla fundargerðar umsjónarnefndar með verndarsvæðinu í Óshólmum Eyjafjarðarár frá
17. apríl 2001. Fundargerðin er í 4 liðum og fylgir með fundargerð þessari.
Náttúruverndarnefnd tekur undir bókanir Óshólmanefndar varðandi lið 1 og 2 og leggur áherslu á að vinnu við deiliskipulag svæðisins verði hraðað eins og kostur er. Varðandi lið 3 vísar nefndin til bókunar undir lið 5.1. í fundargerð þessari.


4 Rannsóknir á fuglalífi í Óshólmum Eyjafjarðarár
Kynntar niðurstöður rannsókna á fuglalífi í Óshólmum Eyjafjarðarár sem fram fóru á síðasta sumri.
Liðnum frestað til næsta fundar.5 Önnur mál
5.1 Liður 5 úr fundargerð Óshólmanefndar frá 17. apríl sl.. Gömlu brýrnar sunnan flugvallar. Lögð fram greinargerð umhverfisstjóra um ástand brúnna. Greinargerðin fylgir með fundargerð þessari.

5.2 Tillaga um umhverfisviðurkenningar. Í framhaldi af umræðum á fundi Náttúruverndarnefndar þann 25. janúar 2001 lagði umhverfisstjóri fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn skipi starfshóp til að móta tillögu að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga á Akureyri. Reglurnar skulu annars vegar taka mið af umhverfismálum almennt í víðum skilningi og miða skal við að viðurkenningar samkvæmt því verði veittar í fyrsta sinn á degi umhverfisins árið 2002. Hins vegar skal móta reglur um hefðbundna veitingu viðurkenninga fyrir umgengni og frágang lóða. Starfshópurinn skal koma með tillögu um dagsetningu fyrir veitingu þeirra viðurkenninga. Reglurnar skulu miðaðar við að hægt sé að veita viðurkenningar til einstaklinga, félaga og fyrirtækja.
5.1 Nefndin vísar umfjöllun um ástand brúa yfir Eyjafjarðará til framkvæmdaráðs með ósk um að gerðar verði úrbætur.
5.2 Náttúruverndarnefnd leggur til að starfshópinn skipi: umhverfisstjóri, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 og fulltrúi frá umhverfisráði.
Bæjarstjórn 8. maí 2001

Fundi slitið kl. 16.30.