Náttúruverndarnefnd

2602. fundur 26. júlí 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
12. fundur
26.07.2001 kl. 15:00 - 17:00
Gróðrarstöðin við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
Sveinn Heiðar Jónsson
Björn Snæbjörnsson
Anna Björg Björnsdóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson, fundarritari


1 Go-cart
2001070058
Finnur Birgirsson arkitekt, verkefnisstjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir nefndinni tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna svæðis fyrir bílaíþróttir á Glerárdal.
Náttúruverndarnefnd vísar til samþykktar sinnar frá 28. júní sl. en fellst á skipulagstillöguna með þeim fjarlægðarmörkum frá miðju Glerár, sem fram koma í skipulagstillögunni. Einnig bendir nefndin á að gera þarf ráð fyrir gönguleið upp með Glerá á þessu svæði.


2 Starfsáætlun 2002
2001060114
Umhverfisstjóri kynnti drög að starfsáætlun náttúruverndarnefndar fyrir árið 2002. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti nefndinni gerð skorkorta og verkefnalista fyrir nefndina.
Nefndin samþykkir að halda vinnufund þann 3. september og ganga frá starfsáætluninni fyrir árið 2002 og felur starfsmönnum að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu vegna áætlanagerðarinnar.


3 Umhverfisviðurkenningar
2001070059
Í framhaldi af samþykkt nefndarinnar frá 18. apríl sl. lagði umhverfisstjóri fram drög að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga og viðurkenninga fyrir umgengni og frágang lóða á Akureyri. Tillagan er unnin af starfshóp sem í sátu deildarstjóri umhverfisdeildar, umhverfisstjóri og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21. Tillagan fylgir með fundargerðinni.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í umhverfisráði.


4 Fundargerð Óshólmanefndar
2001020056
Fundargerð umsjónarnefndar verndarsvæðisins í Óshólmum Eyjafjarðarár frá 28. júní lögð fram. Fundargerð umsjónarnefndarinnar fylgir með fundargerð þessari.

5 Skotæfingasvæði á Glerárdal
2001070060
Formaður nefndarinnar leggur til að umsjónarmönnum skotæfingasvæðisins á Glerárdal verði ritað bréf þar sem óskað er upplýsinga um mengunarvarnir á svæðinu.
Nefndin felur umhverfisstjóra að afla upplýsinga um málið og leggja fyrir nefndina.


6 Staðardagskrá 21 - Stavanger í Noregi
2001070085
Guðmundur Sigvaldason kynnti fyrirhugaða ferð til Stavanger í Noregi vegna Staðardagskrár 21. Um er að ræða ráðstefnu og skoðunarferð.
Nefndin leggur til að heimilað verði að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna eftir því sem fjárhagur nefndarinnar leyfir.


7 Önnur mál
7.1. Umhverfisráðstefna 7. september.
Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 kynnti erindi um þátttöku nefndarinnar við að halda ráðstefnu um umhverfismál í Eyjafirði, sem fyrirhugað er að halda á Akureyri 7. september n.k. á vegum Símey.
Náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í þátttöku í ráðstefnunni en frestar ákvörðun um kostnaðarhlutdeild.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.