Náttúruverndarnefnd

2869. fundur 27. september 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
15. fundur
27.09.2001 kl. 15:00 - 17:00
Gróðrarstöðinni við Krókeyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Friðrik Einar Sigþórsson
Björn Snæbjörnsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson fundarritari


1 Starfsáætlun 2002
2001060114
Vinnu við gerð skorkorts fyrir nefndina haldið áfram. Skorkortið inniheldur markmið, mælikvarða, viðmið og aðgerðir miðað við þá þjónustu, fjármál og innra starf sem á verksviði nefndarinnar er.
Nefndin samþykkir skorkortið sem markmið og innlegg í starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs. Sveinn Heiðar Jónsson óskar að bókað sé að hann er ekki sammála orðalagi í liðnum um aðgerðir þar sem rætt er um hækkun verndarstigs Krossanessborga og Glerárdals.


2 Framkvæmd verka í Staðardagskrá 21
2000030023
Verkefnisstjóri lagði fyrir nefndina greinargerð um stöðu þeirra verkefna sem á að vera lokið um næstu áramót samkvæmt framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.
Nefndin leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að fylgja eftir framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 sem í eiga sæti sviðs- og framkvæmdastjórar Akureyrarbæjar.
Jafnframt óskar nefndin eftir því að:
Skólanefnd sjái til þess að verkefnið "Umhverfisdagur í skólum" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði unnið innan tilskilins tíma, sem er 1. nóvember 2001.
Atvinnumálanefnd sjái til þess að verkefnið "Vinnuhópur um endurvinnsluiðnað" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði unnið innan tilskilins tíma, sem er 1. nóvember 2001.
Framkvæmdaráð sjái til þess að verkefnin "Gjaldskrá, sorphirðugjald, afgreiðslutími gámasvæðis og dreifing sorpgáma, jarðgerð á vegum bæjarins og umhverfisvæn innkaup" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði unnin innan tilskilins tíma, sem er á tímabilinu 1. október - 1. desember 2001.3 Flutningur umhverfisdeildar frá Gróðrarstöð
2001090078
Formaður nefndarinnar fjallaði um málefni gömlu Gróðrarstöðvarinnar í tengslum við flutning umhverfisdeildar (gömlu) af svæðinu.
Með tilliti til þess að starfsemi umhverfisdeildarinnar gömlu er að flytja af Krókeyrinni nú á næstunni vill náttúruverndarnefnd benda á mikilvægi þess að varðveita trjágarð og gamla Gróðrarstöðvarhúsið. Nefndin felur umhverfisstjóra og formanni að taka saman greinargerð um sögu húss og garðs Gróðrarstöðvarinnar og ábendingar um mikilvægi og verndargildi svæðisins með tilliti til sögu garðyrkjunnar í landinu og leggja fyrir nefndina. Jafnframt verði mótuð tillaga um aðgerðir í tilefni 100 ára afmælis Gróðrarstöðvarinnar.


4 Náttúrugripasafn á Akureyri
2001050114
Í framhaldi af bókun nefndarinnar frá 17. maí lagði formaður nefndarinnar fram minnisblað um náttúrugripasafn.
Nefndin beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að svæðið á Krókeyri verði skipulagt sem heilstætt safnasvæði minja-, náttúrugripa- og ræktunarsögu.


5 Verkefni í vinnslu
Umhverfisstjóri lagði fram greinargerð um þau verkefni sem í vinnslu eru og ólokið á verksviði nefndarinnar. Greinargerðin inniheldur einnig yfirlit um mál sem nefndin hefur fjallað um frá stofnun hennar.

Nefndin þakkar Tryggva Marinóssyni umhverfisstjóra fyrir frábært samstarf með nefndinni og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Jafnframt býður nefndin Guðmund Sigvaldason velkominn til starfa fyrir nefndina.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:00