Náttúruverndarnefnd

2906. fundur 14. nóvember 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
16. fundur
14.11.2001 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Sunna Borg
Sveinn Heiðar Jónsson
Björn Snæbjörnsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason, fundarritari


1 Ferð á Synergi21 í Stavangri Noregi
2001070085
Guðmundur Sigvaldason og Jón Ingi Cæsarsson greindu frá ferð á norsku Staðardagskrárráðstefnuna í Stavangri (Synergi21) 17.- 19. október sl.


2 Fundur náttúruverndarnefnda í Eyjafirði 2001
2001110045
Rædd var hugmynd að sameiginlegum fundi náttúruverndar- og umhverfisnefnda í Eyjafirði á árinu 2001.
Ákveðið var að stefna að ofangreindum fundi mánudaginn 26. nóvember nk.


3 Skógræktarskipulag norðan Glerár
2000050015
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs fór yfir stöðu skógræktarmála í núverandi skipuriti bæjarins, m.a. í tilefni afgreiðslu umhverfisráðs 10. október 2001 um að hafist verði handa við undirbúning skógræktarskipulags norðan Glerár í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Deildarstjóri umhverfisdeildar ræddi hugsanleg næstu viðfangsefni. Umræður.
Nefndin telur það forgangsverkefni að svæðið verði skipulagt sem útivistarsvæði.


4 Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins - Um ræktun ryðþolinna aspa
2001110051
Lagt fram bréf dags. 2. nóvember 2001 frá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins þar sem óskað er eftir 100.000 kr. styrk til að rækta ryðþolnar aspir.
Afgreiðslu frestað fram yfir áramót.5 Gamla Gróðrarstöðin og Náttúrugripasafnið
2001050114
Rætt um nýtingu Gróðrarstöðvarinnar og skipulag svæðisins á Krókeyri sem heildstætt safnsvæði minja- og náttúrugripa- og ræktunarsögu í framhaldi umræðna á fundi náttúruverndarnefndar 27. september sl.
Nefndin samþykkir að óska eftir því að bæjarstjórn skipi sem fyrst starfshóp um framtíð og skipulag svæðisins sem í eigi sæti fulltrúar frá náttúruverndarnefnd, umhverfisráði, skólanefnd og menningarmálanefnd.
Bæjarstjórn 20. nóvember 2001


6 Hverfisnefndir
2001110052
Umræður um framkvæmd verksins "Hverfisnefndir" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.
Nefndin samþykkir að fela formanni og verkefnastjóra að móta tillögur um hlutverk og starfsemi hverfisnefnda í bænum fyrir næsta fund náttúruverndarnefndar.

Fundi slitið.