Náttúruverndarnefnd

2919. fundur 26. nóvember 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
17. fundur
26.11.2001 kl. 15:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Friðrik Sigþórsson
Sunna Borg
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason fundarritari


1 Fundur náttúruverndarnefnda í Eyjafirði 2001
2001110045
Á fundinn voru mættir fulltrúar frá náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar, umhverfisráði Dalvíkurbyggðar, náttúruverndarnefnd Ólafsfjarðar og umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar.
Rætt um sameiginleg málefni náttúruverndar- og umhverfisnefnda við Eyjafjörð.
Ákveðið var að stefna að öðrum sameiginlegum fundi þessara aðila í vor, t.d. í apríl 2002.

Fundi slitið.